Umræða vika 9 - Geðorð þrjú (0,833%)

Geðorð 3.

Geðorð 3.

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Number of replies: 3

Haltu áfram að læra svo lengi sem lifir er geðorð númer 3 og það segir sig sjálft að læra nýja hluti lætur okkur líða betur, gefur okkur orku, sjálfstraust ásamt svo mörgu öðru. Geðorðið haltu áfram að læra svo lengi sem lifir hefur mikin tilgang og snertir okkur öll. Mér finnst gott að læra eitthvað nýtt og prufa eitthvað nýtt. Ég hef nýtt mér þetta geðorð mikið og farið á yfir 40 námskeið, skóla, myndlistaskóla, yoga kennaranám og iðjunámskeið til að læra að skapa eitthvað nýtt. Að læra nýja hluti gefur svo mikið af sér og fillir á góðu hormónana okkar svo okkur líður betur.

In reply to Jóna María Káradóttir

Svar: Geðorð 3.

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Já ég er sammála þér það er gaman að læra ég hef ekki tölu á námskeiðunum sem ég hef farið á eins og þú, en ég er ekki búin með eins mörg. Ég er líka búin að læra bæði járn- og trésmíði, sauma og myndlist, tækniteikning og svo núna félagsliðan þetta er svo gaman.
In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Geðorð 3.

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Ég er sammála þér með mikilvægi þess að vera sífellt að bæta við sig þekkingu á einn eða annan hátt. Það er eins og þú lýsir hægt að fara svo margar leiðir að því. Þú mátt vera ánægð með að vera svona dugleg að fara út fyrir þægindarammann og vera tilbúin að læra meir og meir.