Umræða vika 7 - Geðorð eitt (0,833%)

Hugsaðu jákvætt

Hugsaðu jákvætt

Napisane przez: Jóna María Káradóttir ()
Liczba odpowiedzi: 3

Hugsaðu jákvætt er klárlega eitthvað sem allir ættu að gera því það er miklu léttar. Það getur þó reynst erfitt eins og fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma og ég sjálf hef verið með þunglyndi í mörg ár og þá er sko mjög létt að hugsa neikvætt og allt getur verið mjög ómögulegt. En það sem virðist hjálpa mjög mikið er að hugsa jákvætt og vera þakklátur og minna sig á hvað maður er þakklátur fyrir, þrátt fyrir að líða illa. Það hjálpar mikið að komast í gegnum slæman tíma og heldur manni lengur í gleðinni að hugsa jákvætt og skirfa þakklætisbók.

W odpowiedzi na Jóna María Káradóttir

Re: Hugsaðu jákvætt

Napisane przez: Marý Heiðdal Karlsdóttir ()
Mjög sammála þér það er rosalega létt að hugsa um það neikvæða og þá sérstaklega þegar það kemur að manni sjálfum. Til dæmis er mjög létt að finna galla við sjálfan sig og hvað maður getur bætt en það er mun erfiðara að hrósa sér og finna eitthvað sem manni líkar við sjálfan sig. Einnig finnst mörgum erfitt að heyra jákvæða hluti um sjálfan sig eins og að fá hrós. Þetta er eitthvað sem við þurfum öll að reyna venja okkur á og tileinka okkur að hugsa hjákvætt.
W odpowiedzi na Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Hugsaðu jákvætt

Napisane przez: Jóna María Káradóttir ()
Algjörlega þurfum við öll að reyna venja okkur á og tileinka okkur að hugsa hjákvætt almennt og til okkar sjálfs. Það getur verið áskorun að hugsa jákvætt en nauðsinlegt að reyna sitt besta fyrir betri geðheilsu.
W odpowiedzi na Jóna María Káradóttir

Svar: Hugsaðu jákvætt

Napisane przez: Ásta Björk Arnardóttir ()
Að hugsa jákvætt er nauðsynlegt vá hvað ég dáist að fólki sem nær að gera það. Það að vera neikvæður er bara léttara oftast þegar maður er að glíma við verki alla daga. Þú er svo dugleg að hugsa jákvætt.