Umræða vika 4 - Geðheilbrigði almennt (0,833%)

Vika 4

Vika 4

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 1

Mín sýn á geðheilbrigði hefur breyst mikið í gegnum árin. Ég hef unnið í geðheilbrigðisgeiranum frá því ég steig fyrst inn á vinnumarkað og eins á mín fjölskylda sögu þar sem allskyns verkefni tengd geðheilbrigði hafa komið upp. Ég hef því innsýn aðstandenda og þess sem stendur fyrir utan. Að eiga þessa fjölskyldusögu hefur gefið mér tækifæri á að losna við fordóma sem kannski hefðu litað sýn mína og fyrir það er ég þakklát þvi það er bæði fráhrindandi í fari fólk þegar það er fordómafullt og eins svo margt sem ég hefði farið á mis við ef ég hefði ekki þá reynslu sem ég hef. Ég er einnig þakklát fyrir þær breytingar sem hafa orðið og það að þeir sem eru að glíma við andleg veikindi hafa meira um sín eigin mál að segja en þeir höfðu áður. 

Mér þykir viðtalið við Nínu frábært og þetta starf sem hún sinnir mjög þarft og einstakt! Eins stendur uppúr leikritið Vertu úlfur. 

Mitt ráð til að viðhalda góðri geðheilsu er að hlúa að sjálfum sér með því að gefa sér hvíld og slaka á þeim sviðum þar sem áreitið er mikið og sýna sjálfum sér mildi og ekki vera of dómharður í eigin garð. 

 


In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Vika 4

by Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl það að eiga fjölskyldu sem glímir við geðræn vanda er mikil reynsla og oft á tíðum erfitt. Ég veit það á eiginskinni á ættingja með geðklofa. Svo sammála með viðtalið við Nínu er frábært.