Umræða vika 3 - G vitamín (0,833%)

Vika 3

Vika 3

بواسطة - Silja Rós Halldórsdóttir
عدد الردود: 1

Stattu með þér

Sem ungmenni að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði, skoðaði maður einungis fullt starf því samfélagið var búið að kenna manni að þetta væri tíminn þar sem maður væri duglegur að vinna og safna. Ég fann það þó fljótt á minni eigin heilsu að fullt starf væri mér ofviða. Ég fór að hringja mig oftar inn veika, með nagandi samviskubit yfir því að geta ekki sinnt mínum skyldum, og með tíð og tíma fór ég að finna breytingu á viðmóti samstarfsfólks gagnvart mér. Ég upplifði að samstarfsfólk titlaði mig sem latt ungmenni sem nýtti sér veikindadaga til að lengja helgarnar, eða af því að ég hefði ekki nennuna til að mæta suma daga, og varð því ekki jafn mikilvægur eða viðurkenndur starfsmaður og aðrir. Ég upplifði mikla vanlíðan út frá þessu, enda alltaf fundið mikla þörf á að finna fyrir samþykki og viðurkenningu fólks. Ég skyldi heldur ekki sjálf hvað væri að koma fyrir mig, en ég vissi að það væri eitthvað sem ég þyrfti að leita mér hjálpar við. Ég ákvað að standa með sjálfri mér frekar en að hlusta á sleggjudóma annarra, og leitaði til læknis. Það tók sinn toll og sinn tíma, en í lokin stóð ég uppi með greiningu sem sýndi fram á skerta starfsgetu. Þó mér hafi oft liðið eins og ég væri ímyndunarveik þá kenndi þessi tími mér að hlusta á mitt eigið innsæi fram yfir álit annarra því enginn veit hver þín upplifun er í raun og veru.

Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir

Nám er menntun, og menntun og fræðsla eru alltaf af hinu góða fyrir fólk. Menntun veitir frekari þekkingu á málefnum og eyðir fordómum í samfélaginu. Samfélag sem er opið fyrir fjölbreytileika er samfélag sem er tilbúið að læra og mæta mismunandi þörfum fólks. En við lærum ekki einungis af því að skrá okkur í nám. Allt okkar líf frá því að við fæðumst inn í þennan heim er skóli. Okkur eru fengin misstór verkefni í lífinu og sanngirni er langt frá því að vera raunveruleiki í þessum heimi, en við verðum þó að muna að halda opnum hug svo lengi sem við lifum. Ef við hættum að sýna samfélaginu okkar og fólkinu í því skilninginn sem það þarfnast, fæðum við fordóma. Fordómar þrífast best hjá þeim sem neita að læra.

Enginn nær einhverju endamarki þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum sem manneskja. Það styrkir okkur einnig í því að takast á við lífið og leysa okkar dagsdaglegu verkefni.  Einnig er mikilvægt fyrir okkur að muna það að passa alltaf vel upp á okkur sjálf, en ef við missum sjónar á því þá er grunnurinn á lífsgæðum okkar sem einstaklingar horfinn.


رداً على Silja Rós Halldórsdóttir

Re: Vika 3

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
Sammála, menntur er máttur og fordómar eru yfirleitt byggðir á fáfræði og fáfræði má eyða með fræðslu en til þess að fólk vilji og geti fræðst um menn og málefni þurfum við að skapa samfélag sem leyfir spurningar og gefur fólki tækifæri til að spyrja án þess að vera dæmt fyrir.