Umræða vika 4 - Geðheilbrigði almennt (0,833%)

Vika 4.

Vika 4.

by Jóna María Káradóttir -
Number of replies: 2

Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu mér finnst mikilvægt að vera sáttur við sjálfan sig og bera virðingu fyrir sjálfum sér. Mér finnst eitt af því mikilvægasta að upplifa gott jafnvægi og öryggi. Okkur líður vel í góðu jafnvægi og þegar við finnum fyrir öryggi og ég hef lengi passað vel upp á þessa þætti til að líða vel. Ég mæli með að allir passi uppá orkustjórnun og passi að halda líkamanum í jafnvægi með því að næra sig vel og reglulega, sofa nóg, hreyfa sig og hvíla sig til skiptist. Passa sig að keyra sig ekki út í byrjun dags og hafa svo enga orku fyrir fjölskylduna eða að sinna heimilisstörfum, áhugamálum eða jafnvel klára vinnudaginn. Ég vil líka trúa því að hafa ánægju af daglegu lífi og starfi sé mjög mikilvægt. Gott er líka að nýta sinn frítíma í eitthvað sem er skemmtilegt eða uppbyggilegt. Mikilvægt er að sinna áhugamálunum sínu, hreyfa sig og næra sig vel til að líða vel. Það sem mér hefur fundist áhugaverðast úr þessum áfanga var verkið Vertu úlfur. Ég var ekki búin að sjá það og þetta opnaði svo mikið augun og nýjan skilning á sjúkdóminum sem hann greindist með. Hann var að lýsa hvernig hann var í maníu og hvernig honum leið og það er svo mikilvægt fyrir alla að sjá þetta og skilja betur hvernig hinir ýmsu geðsjúkdómar virka og skilja líðan hjá fólki sem er með hann. 


In reply to Jóna María Káradóttir

Svar: Vika 4.

by Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl
það er svo mikið til í þessu hjá þér það eru til margar skilgreiningar á góðri geðheilsu svo satt að vera sáttur við sig og að bera virðingu er svo gott mottó.
In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Vika 4.

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Það sem ég dýrka er að það er engin ein skilgreining á geiðheilsu og hver og einn getur fundið skilgreininguna sem virkar fyrir sig. Ég er svo sammála þér þegar það kemur að passa að dreyfa orkunni jafnt yfir daginn svo maður sé ekki búinn á því þegar maður kemur heim til fjölskyldunnar og til að sinna heimilisverkum.