Umræða vika 2 -Vertu úlfur (0,833%)

Vertu úlfur

Vertu úlfur

by Jóna María Káradóttir -
Number of replies: 1

Hann segir frá því þegar hann er í maníu og leikur það mjög vel. Ég upplifi svo miklar tilfinningar þegar ég horfi á hann leika og segja frá. Þegar hann er allur út um allt fer í nudd og nuddar konuna til baka og skorar á Mel gibson í japanskar bardagalistir er með stampínu en þarf samt að fara í klippingu. Allt er á milljón og enginn rökhugsun er eftir og ranghugmyndirnar taka stjórnina sem og hvatvísin. Það er enginn stopp takki og ég skil ennþá betur núna afhverju fólk í manínu sefur lítið sem ekkert og sefur oft ekki í marga daga í röð. Það nær aldrei þessari hvíld og hraðin er ólýsanlegur. Manía er eitthvað sem ég þekki ekki sjálf og óska engum að fá. Hann lýsir þessu ástandi svo vel og það kemur svo sterkt fram í hans leik á stóa sviðinu. Ég fann sorgina, óttan, leiðinna, uppgefina, orkuna, valdið. Ég sá sjúkdóminn á sviðinu sem var útskýrður af Héðinn sem hefur upplifað hann sjálfur. Mismununin sem hann upplifði er virkilega sorglegur og þeir sem eru svona mikið veikir mega ekki vera að upplifa það að annað fólk sé að dæma sig og upplifa mismunun. Það fær nóg að niðurrifi yfirleitt frá sjálfum sér og er mjög viðkvæmt alment og líður allskonar

Þegar hann las úr bæklingunum eftir mömmu sína táraðist ég. Ég er svo stolt af henni á þessum tíma að ekki skammast sín fyrir hann og fór með hann út að labba á hverjum degi. Hún var algjör hetja að vera svona sterk og vera til staðar fyrir son sinn sem þurfti á sér að halda. Hún sýndi honum skilning, góðmennsku og umhyggju. Sem hann þurfti, eins og hann segir nokkrum sinnum sjálfur frá.


In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Vertu úlfur

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -

Sammála þér með mömmu hans. Það er alls ekki gefið að eiga svona foreldri þegar maður glímir við geðrænan vanda.

Það er örugglega rosalega erfitt að ná einhverri hvíld þegar hugurinn er svona á milljón. Ég veit alveg hvernig það er að sofa ekki því ég hugsa svo mikið en þær hugsanir eru örugglega 1% af þessum hugsunum sem fólk upplifar í maníu svo ég get rétt svo ímyndað mér hvað þetta er erfitt.