Umræða vika 2 -Vertu úlfur (0,833%)

Vertu úlfur

Vertu úlfur

ved Ingunn Þórólfsdóttir -
Antal besvarelser: 2

Leikritið var mjög áhugavert og leikarinn náði að gefa innsýn inn í heim sem maður getur bara ímyndað sér hvernig lítur út sé maður ekki sjálfur að glíma við þesskonar veikindi. Það var auðvelt að sjá ýmiskonar takta , látbrigði og jafnvel svipbrigði sem ég þekki úr mínu eigin nær umhverfi hjá þeim sem glíma við geðrænan vanda. Hann fór svo vel inn í baráttuna sem þau eiga í við heiminn bara til þess eins að halda í stjórn og virðingu sem við flest göngum að sem vísri.

Samband við móður hans og svo samband hans við föður var gjörólíkt og sýndi svo góða mynd af því hve mikilvægt það er að mæta fólki þar sem það er statt og hve mikilvægt það er að fólk haldi virðingu sinni þó svo það sé í baráttu við svona illvígan sjúkdóm. 

Það var líka merkileg sýn á þetta með af hverju við viljum “dempa” einkenni þess sem glímir við geðsjúkdóm. Er það vegna þess að að við viljum að hann fái hjálp eða er það vegna þess að hann truflar okkur eða er óþægilegur ásýndar? 

VIð getum öll lært af þessu leikriti, bæði þau sem glíma við geðrænan vanda og svo þeir sem gera það ekki. Hann gaf svo góða mynd af lífi þess sem glímir við geðrænan vanda og var þannig áminning fyrir mig og það hvernig ég þarf að sjá heiminn með augum annarra líka og svo fyrir þau að geta sett þetta svona á svið fyrir okkur.

I svar til Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Vertu úlfur

ved Marý Heiðdal Karlsdóttir -

Ég er sammála þér með að dempa einkennin. Það er bara hent lyfjum í alla og ef þau virka ekki þá er annað hvort hækkaður skammturinn eða skipt um lyf þangað til eitthvað er virkar. Það er margt hægt að gera annað en að moka lyfjum í fólk.

I svar til Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Vertu úlfur

ved Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl Ingunn.
Ég tengi þarna við það sama og þú að sjá svipbrigði og takta hjá fólki sem ég þekki.
Það eru víða margir sem eru eða vildu ekki að fólk með geðraskanir sjáist meðal annara sem er náttúru lega ekki í lagi það er bara gaman að það sé fjölbreytni í mannkyninu. Það væri ekki skemmtilegt að lifa ef allir eru eins.