Vikuskipan

  • Almennt

  • Verkefni 1 - Teikningalestur

    Í þessu verkefni skoðum við teikningasett frá verkfræðistofunni Eflu af iðnaðarhúsnæðinu Brimgarðar. Þegar þið hafið rennt yfir teikningasettið megið þið svara stuttu verkefni með spurningum sem þið finnið spurningar við með því að skoða teikningarnar af Brimgörðum.                                                  

  • Verkefni 2 - Skipulag rafkerfis og einlínumyndir

    Í þessu verkefni leggið þið grunninn að verkefninu. 
    Hér þarf að: 
    *Skoða vel teikningar frá hönnuði byggingar
    *Gera skrá í exel um öll tæki og annað sem tengist rafkerfi. 
    *Áætla aflnotkun hvers tækis og þarfagreina stærð heimtaugar
    *Skipuleggja aðaltöflu og greinatöflu og gefa öllum íhlutum auðkenni
    *Teikna einlínumyndir 

    Skila þarf einlínumyndum á pdf og afriti af skjölum úr exel varðandi skipulag rafkerfis.                                                      
                                                                                                          
  • Verkefni 3 - Lagnaleiðir

    Lagnaleiðir.                                                             

    • Skilaverkefni icon

      Lagnaleiðir af stigum/netbökkum og tenglastokkun, en ekki röralögnum. Á teikningum þurfa að vera skýringar sem skýra út  hvaða gerð og stærð viðkomandi stigi, netakki og tenglastokkar eru.

      Skila á verkefninu á moodle á PDF formi útprentuðu úr réttu A3 layouti. (01.14.01-03)



  • Verkefni 4 - Lágspennukerfi

    Lágspennukerfi

    Staðsetja skal Aðaldreifiskáp rafmagns og teikna lagnir frá honum með tilliti til lagnaleiða og lýsingarkerfis, einnig skal styðjast við þær upplýsingar sem gefnar eru fyrir staðsetningu búnaðar og tengla samkvæmt  teiknigrunni. Hanna skal fullkomið lágspennukerfi  sem er TN-C-S kerfi.  Spennukerfi er 3N 400/230V. Skila þarf raflögn af neðri og efri hæð. Í Tækjarými skal koma Aðaltafla með tveim raforkumælum, fyrir sitt hvora hæðina. Greinatafla þarf að vera á efri hæð. Sýna þarf snið og afstöðumynd, ásamt viðeigandi skýringum.


    • Skilaverkefni icon
      Lágspennukerfi


      Skila á verkefninu á moodle á PDF formi útprentuðu úr réttu A3 layouti.

  • Verkefni 5 - Fjarskiptakerfi

     5. verkefni - Fjarskiptakerfi.     

    Staðsetja skal Aðaldreifiskáp fjarskiptakerfis í Tæknirými og teikna lagnir frá honum með tilliti til lagnaleiða. Allar lagnir frá  Aðaldreifiskáp fjarskiptakerfis koma frá honum, bæði að efri og neðri hæð. Fjarskiptatenglar skulu vera tvöfaldir RJ45 tenglar. Leggja skal tvöfalda  CAT5 - strengi að öllum tenglum. Merkja skal alla tengla, strengi og annann búnað samkv. viðkenndum merkinga kerfum.


    Staðsetning tengla skal vera á eftirfarandi stöðum: 

    Neðri hæð: við peningakassa, í tenglarennu við norður vegg, á vestur vegg í veitingastað og þvottahúsi á vestur vegg.

    Efri hæð: í tenglarennu í móttöku, kaffistofu við vinnubekk, tenglarennu í lager, biðstofu, tenglarennu í bílaverkstæði vestan megin og tenglarennu í bílaverkstæði norðan megin.

                                                       

  • Verkefni 6 - Brunavarnarkerfi

    Brunaviðvörunarkerfi.                                                     

  • Verkefni 7 - Magnskrá

    Magntaka – Kostnaðarreikningur.

    Magntaka skal öll rafkerfi á neðri og efri hæð, þ.e.s. bílaverkstæði og matsölusað, sem eru: lagnaleiðir, lágspennukerfi,  fjarskiptakerfi,  brunaviðvörunarkerfi. Tækifæri gefst til að laga skal endanlega allar teikningar samkvæmt ábendingum frá kennara. Það er val hvers nemanda og þannig gefst möguleiki til að hækka lokaeinkunn.   

                                                                                                                                                                                                                                                                                             

    • Mappa icon
      Hér er efni sem tengist magntöku og kostnaðarreikning.  Hér eru dæmi um skjöl sem þið getið haft til hliðsjónar
    • Skilaverkefni icon

      Magntaka og kostnaðarreikningur:

      Magntakið öll rafkerfi á neðri og efri hæð, þ.e.s. bílaverkstæði og matsölustað, sem eru:  Lagnaleiðir, lágspennukerfi,  fjarskiptakerfi,  brunaviðvörunarkerfi.

      Notið töflureikni Excel eða sambærilegt við magntökuna og kostnaðar útreikninginn.


      Verkefnaskil: 

      Skilið verkefninu samkvæmt dagsetningu hér í moodle. Það er einungis hægt að skila verkefni einu sinni og aðeins ein heildareinkunn kemur fyrir verkefnið. Ekki er hægt að skila verkefni eftir uppgefinn skiladag.


      Það sem þarf að skila:

      Excel skjal, eða sambærilegt skjal í töflureikni sem sýni magntöku sundurliðaða sambærilegt því er kemur fram í excel skjölum sem fylgja með verkefninu.

      Öllum endurbættum teikningum af öllum rafkefrum sem eru: Lagnaleiðir, lágspennukerfi,  fjarskiptakerfi,  brunaviðvörunarkerfi. Skila á teikningum hér í moodle á PDF formi.