Section outline

  • 1. lota: Mál er að mæla

    Í hinum og þessum textum, bókmenntum sem öðrum textum, má sjá að tungumálinu, bæði rituðu máli og töluðu, fylgir einhver kyngikraftur. Í þessari lotu komum við til með að skoða mátt tungumálsins eins og hann birtist hinum ýmsu textum og hvernig tungumálið er beinlínis notað til þess að hafa áhrif á skoðanir okkar og sjálfsmynd. Það verður þó ekki eina málefni lotunnar, heldur komum við líka til með að bera tjáningu manna saman við tjáningu annarra dýra. Loks verður lauflétt upprifjun á helstu hugtökum í málfræði þar sem skilningur á þeim skiptir máli upp á efnið að gera.

    Umfjöllun þessarar fyrstu viku tengist öll áhrifamætti tungumálsins. 

    Lesefni vikunnar:

    • Glærur: Máttur tungumálsins
    • Spá Úranusar um afdrif Krónosar í grískri goðafræði: Undirkaflinn Upphaf heimsins og manna
    • Lexía bandarískrar móður: Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu 
    • Tónlist nær á aðra staði en orð, grein af Mbl.is
    • Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? Grein af Vísindavefnum

    Verkefni vikunnar:

    • Verkefni við lestexta: 
      • Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu - skilakassi
      • Tónlist nær á aðra staði en orð - skilakassi
      • Verkefni við greinina Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? - gagnvirkt verkefni
    • Hugleiðing vikunnar: Veldu einn bókmenntatexta úr möppunni hér undir og segðu frá því í hverju í hverju áhrifamáttur tungumálsins birtist (u.þ.b. 100 orð).