20. janúar - 26. janúar
Section outline
-
1. lota: Mál er að mæla
Í hinum og þessum textum, bókmenntum sem öðrum textum, má sjá að tungumálinu, bæði rituðu máli og töluðu, fylgir einhver kyngikraftur. Í þessari lotu komum við til með að skoða mátt tungumálsins eins og hann birtist hinum ýmsu textum og hvernig tungumálið er beinlínis notað til þess að hafa áhrif á skoðanir okkar og sjálfsmynd. Það verður þó ekki eina málefni lotunnar, heldur komum við líka til með að bera tjáningu manna saman við tjáningu annarra dýra. Loks verður lauflétt upprifjun á helstu hugtökum í málfræði þar sem skilningur á þeim skiptir máli upp á efnið að gera.
Umfjöllun þessarar fyrstu viku tengist öll áhrifamætti tungumálsins.
Lesefni vikunnar:
- Glærur: Máttur tungumálsins
- Spá Úranusar um afdrif Krónosar í grískri goðafræði: Undirkaflinn Upphaf heimsins og manna
- Lexía bandarískrar móður: Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu
- Tónlist nær á aðra staði en orð, grein af Mbl.is
- Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? Grein af Vísindavefnum
Verkefni vikunnar:
- Verkefni við lestexta:
- Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu - skilakassi
- Tónlist nær á aðra staði en orð - skilakassi
- Verkefni við greinina Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? - gagnvirkt verkefni
- Hugleiðing vikunnar: Veldu einn bókmenntatexta úr möppunni hér undir og segðu frá því í hverju í hverju áhrifamáttur tungumálsins birtist (u.þ.b. 100 orð).
-
Undirkaflinn: Upphaf heimsins og manna
-
ATH! Þú átt að svara spurningunum inn í skilakassann.
1) Hvað átti dóttir Amy Beth Gardner að gera við tannkremstúpuna og diskinn?
2) Hvaða lærdóm var dótturinni ætlað að draga af þessum gjörningi?
-
Lestu textann og svaraðu spurningunum í skilakassanum hér að neðan.
-
ATH! Þú átt að svara spurningunum inni í skilakassanum.
1) Við hvern er viðtalið tekið og fyrir hvað er hann þekktur?
2) Hvað var óvenjulegt við ósk leikstjórans Todd Philips varðandi tónlist við kvikmyndina Jókerinn?
3) Fyrir hverju þarf að vera á varðbergi þegar kemur að tónlistarsköpun?
4) Hvaða hljóðfæri vildi Todd Philips að væri í aðalhlutverki í Jókernum?
5) Hvað tók vinnan við tónlistina í Jókernum langan tíma?
6) Hvaða skýring er gefin á því að kvikmyndatónlist í Hollywood er fyrst og fremst á hendi örfárra karlkyns tónskálda?
-
-
Inn í þennan skilakassa skrifið þið hugleiðingu vikunnar. Þið veljið einn af bókmenntatextunum í möppunni hér fyrir ofan og segið frá því hvernig áhrifamáttur tungumálsins birtist í textanum. Hugleiðingin ætti að vera u.þ.b. 100 orð og ekki gleyma að byrja á því að kynna textann. Takið dæmi máli ykkar til stuðnings.
-
Grein af Vísindavefnum
-
Lestu greinina Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? sem finna má á Vísindavefnum, sjá tengil hér á síðunni. Leystu verkefnið samhliða lestri. Ekki er hægt að sjá rétt svör fyrr en verkefnið hefur lokast.
-
ATH! Sum orðin á neðangreindum lista eru bundin tilteknum landshlutum og flokkast þannig sem mállýskubundinn orðaforði. Þetta er eflaust ekki tæmandi listi.