Section outline

  • Þessi vika snýst um að skoða hvernig samfélag og aðstæður í lífi einstaklingsins hafa áhrif á geðheilbrigði og mikilvægi þess að heilbrigðiskerfið bjóði upp á fjölbreytt úrræði. Það er þannig á okkar sameiginlegu ábyrgð að byggja upp samfélag sem styður og viðurkennir geðheilbrigði, hvort sem er með því að ræða málin, hlúa að okkur sjálfum, eða leita aðstoðar þegar þörf er á.

    Áskoranir eins og fjármögnunarskortur og fordómar krefjast samstillts átaks allra í samfélaginu. Með því að berjast gegn fordómum, fjölga úrræðum, og tryggja aðgengi að þjónustu getum við bætt geðheilbrigði fólks. Geðheilbrigði er samfélagslegt málefni sem þarfnast fjárfestingar í forvörnum, snemmtækri íhlutun og rannsóknum. Er ekki léttara að spila meira í forvörn en nauðvörn?

    Geðheilbrigði mætir oft ofuráherslu á sjúkdómsvæðingu, þar sem líflæknisfræðilega líkanið, stutt af geðlæknisfræði og lyfjaiðnaði, ríkir í klínískri meðferð, stefnumótun, rannsóknum og læknamenntun um allan heim. Greiningarkerfi eins og ICD og DSM víkka stöðugt sjúkdómsgreiningar, oft án sterkra vísindalegra stoða, sem gagnrýnendur vara við að geti þrengt að mannlegri reynslu og fjölbreytni. Þessi áhersla á greiningarflokka getur dregið úr viðurkenningu og samfélagslegu samþykki á breidd mannlegrar upplifunar og fjölbreytileika mannflórunnar. 

    Við sem samfélag mættum líka leggja mun ríkari áherslu á mikilvægi menntunar og fræðslu um geðheilbrigði (svolítið það sem við erum að reyna að gera í þessum áfanga), sem og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Styðja meira við grasrótarstarf og samtök eins og Geðhjálp, Hugarafl og Grófina, sem halda úti notendastýrðri þjónustu og draga úr einangrun. Með sameiginlegum krafti getum við byggt samfélag þar sem geðheilbrigði er í forgrunni og allir hafa tækifæri til að njóta góðs geðheilbrigðis (ég hef trú á því!). Margt gott er að gerast og þannig hefur t.d. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, skipað Geðráð í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027 (meira um að það síðar í áfanganum!)

    Vonandi sáuð þið öll Gvitamín þáttinn á ruv sl. föstudagskvöld en hann kemur við sögu í þessari viku.   

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,83%)

      1. Umræða 3 - (0,83 %)
      2. Vikuleg dagbók - vika 3 (1%)
      3. Skilaverkefni 2- "Samfélagið, sjúkdómavæðing og geðheilbrigði" (5 %)