Section outline


    • Mikilvægar upplýsingar til nemenda


      • Samskipti við kennara: öll samskipti við kennara eru í gegnum moodle kennslukerfið eða netfangið sigridur.asta.hauksdottir@vma.isEinnig er hægt að óska eftir myndsamtali. 
      • Námsráðgjafar: Helga Júlíusdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir,  HÉR er hægt að panta tíma hjá þeim.

        • Námsáfanginn er skipulagður í vikulöngum lotum sem hefjast á mánudagsmorgni og lýkur á sunnudagskvöldi (23:55). 

        • Mikilvægt er að átta sig á að verkefni geta staðið yfir í lengri tíma en eina viku en fram kemur í hverri viku hvaða vinnu er reiknað með af hálfu nemandans þá vikuna.

        • Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar, ekki eru hefðbundin lokapróf. Verkefni geta verið einstaklings- eða hópaverkefni, umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Allar upplýsingar skulu koma fram í Moodle í hverri viku um hvers er ætlast til af nemanda þá vikuna hvort sem það eru skilaverkefni eða ekki.

        • Allt lesefni, myndefni og hlekkir frá kennara er aðgengilegt á Moodle



    • Viðmiðin liggja til grundvallar varðandi námsmarkmið í áfanganum og kröfur til náms.