Hundur með orðaforða á við 2 ára barn
Skilyrði fyrir áfangalokum
Hér er að finna myndskeið úr þáttum BBC Super Smart Animals. Í því er sjónum beint að hundi sem ku eiga að vera með svipaðan orðaforða og 2 ára barn. Vissulega er hæfileiki hundsins til þess að muna mörg nöfn og beita greinandi rökhugsun þegar kemur að kynningu á nýju leikfangi. Málakunnátta hans er þó í flestum skilningi gjörólík því sem á við um barn á máltökuskeiði. Orðaforði hundsins samanstendur fyrst og fremst af sérnöfnum enda hefur eigandi hans gefið öllum leikföngunum mismunandi nöfn. Barn á máltökuskeiði kann ekki bara sérnöfn, heldur fjölda annarra nafnorða en líka orð af öðrum orðflokkum, s.s. lýsingarorð, sagnorð og atviksorð.
Smelltu á Hundur með orðaforða á við 2 ára barn slóðina til að opna vefinn.