Svona skilar maður verkefni í Drop Box.

Til að skila í gegnum DropBox, þá þarftu að nota ritvinnslu í tölvu til að rita þýðinguna þína.  Þú getur notað MS Word eða LibreOffice Writer (ókeypis á www.libreoffice.org) eða jafnvel Google Docs.  Ekki nota Pages í Apple tölvu: það getur enginn opnað svoleiðis skjal nema vera með Apple tölvu. 

Þú ritar þýðinguna þína og síðan vistar þú skjalið á tölvunni þinni (aldrei vinna alvöru skólaverkefni með snjallsíma -- það er ekki snjallt!).  Ef þú notar Google Docs þarftu að smella á Skjal (File) -- Sækja sem ... (Download as...), velja ritvinnsluform (ég mæli með opnu skjalformi, .ODT) og vista á tölvuna þína.

drp-boxNú opnar þú DropBox og smellir á Add Submission hnappinn.  Þá færðu glugga með blárri ör.  Þú annað hvort dregur skjalið þitt í þennan reit eða smellir á örina og finnur skjalið á tölvunni þinni.  Að lokum smellir þú á Save Changes hnappinn.

Kennarinn þarf að öllum líkindum að fara yfir verkefnið þitt og hann gerir það innan nokkurra daga.  Að því loknu gefur hann þér einkunn og setur annað skjal í þetta sama DropBox.  Til að sjá það skjal smellir þú bara á DropBoxið og færð þá aðgang að því skjali sem kennarinn hefur skilað.  Athugaðu að ef þú opnar þetta skjal í snjallsíma, þá sérðu ekki athugasemdir sem kennarinn hefur gert.

Gangi þér vel.


Síðast breytt: mánudagur, 9. ágúst 2021, 1:40 PM