10. mars - 16. mars
Section outline
-
Í þessari viku höldum við áfram að fræðast um máltöku barna. Seinna málfræðiverkefnið (5% af lokaeinkunn) er eitt af verkefnum vikunnar, þar reynir bæði á orðhluta og hljóðfræði. Það er að sjálfsögðu ætlast til þess að þið nýtið ykkur þau hjálpargögn sem þið hafið hér inni á Moodle. Tengla á þau getið þið fundið hér að neðan. Auk þess eru tvö minni verkefni, annars vegar gagnvirkt Moodle-verkefni úr 2. kafla og hins vegar skriflegt verkefni sem tengist máltöku barna sem þið takið afstöðu og færið rök fyrir máli ykkar með því að nýta ykkur þá þekkingu á máltökuskeiðinu sem þið hafið aflað ykkur. Í næstu viku ætlum við að skoða mikilvægi vandaðra myndabóka fyrir börn á leikskólaaldri og þið útbúið glærukynningu ásamt handriti þar sem þið greina eina slíka. Fyrirmæli og lista yfir mögulegar bækur fáið þið í næstu viku. Þið skuluð þó endilega kanna hvað er til heima hjá ykkur til þess að einfalda málið. Bókin þarf þó að innihalda bæði myndir og texta. Ef þið hyggist taka fyrir bók sem er ekki á listanum þurfið þið þó að bera hana undir mig fyrst.
Lesefni vikunnar:
- Tungutak: Félagsleg málvísindi, kafli 2.3-2.4, bls. 38-39
Verkefni vikunnar:
- Seinna tímaverkefnið í málfræði (5% af lokaeinkunn)
- Gagnvirkt Moodle-verkefni úr efni alls 2. kafla, auk kafla 5-5.3
- Skriflegt verkefni tengt máltöku barna
-
Á þessari síðu er að finna tengla á ýmis hjálpargögn fyrir seinna tímaverkefnið í málfræði (5%).
-
Í þessu verkefni reynir á orðhluta, hljóðbreytingar (i- og u-hljóðvarp og klofningu) og hljóðritun. Vægi til lokaeinkunnar 5%.
Þið verðið beðin um að hljóðrita tvö orð og þá skuluð þið nota IPA Online Keyboard til þess að hljóðrita orðið, afrita það síðan inn í verkefnið. Munið eftir að setja hornklofa utan um hljóðritunina. Þá finnið þið með því að styðja á annars vegar á Alt Gr./Command og hins vegar á svigana (tölustafirnir 8 og 9 á lyklaborðinu).
-
Eins og jafnan í gagnvirkum Moodle-verkefnum er lágmarkseinkunnin 9 til þess að undirstrika að lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér heldur að þið náið tökum á því efni sem á reynir. Fyrir vikið hafið þið þrjár atlögur að efninu.