3. mars - 9. mars
Section outline
-
Í þessari viku ræðum við um máltöku barna og hvernig tungumálakunnáttan er okkur í blóð borin.
Lesefni vikunnar:
- Snjalltækjavæðingin og máltaka íslenskra barna. Grein eftir Sigríði Sigurjónsdóttur í vefritinu Hugrás.
- Máltaka barna, grein eftir Sigríði Sigurjónsdóttur.
- Glærur við kafla 2.1-2.2 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
- Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær eru hún orðin óeðlilega lág eða há? - Grein af Vísindavefnum
- Myndskeið um villibarnið Genie, sjá tengil hér að neðan
Verkefni vikunnar:
- Vinna við verkefni frá því í síðustu viku, lokast 5. mars
- Verkefni við greinina Snjalltækjavæðingin og máltaka íslenskra barna
- Verkefni við myndskeið um villibarnið Genie, hér að neðan
-
Greinina er að finna í veftímaritinu Málsgreinum.
-
Lestu greinina, sem er hér að ofan, og leystu verkefnið samhliða lestri. Lágmarkseinkunnin 9 er á verkefninu til þess að undirstrika að lausn þess er ekki markmið í sjálfu sér heldur það sem þið lærið á að leysa það.
-
Þetta er tengill á Nearpod-glærur sem tengjast efni kafla 2.1 í kennslubókinni Tungutaki: Félagslegum málvísindum. Búið er að lesa inn á glærurnar og þar eru jafnframt ýmis myndskeið og verkefni sem tengjast efninu og geta dýpkað skilning.
-
Hér eru Nearpod-glærur úr kafla 2.2 úr Tungutaki: Félagslegum málvísindum sem búið er að lesa inn á. Með þessum tengli getur hvert og eitt ykkar farið í gegnum glærurnar og unnið verkefnin sem á þeim eru. Það eru ýmis gagnleg myndskeið, sem tengjast svokölluðum úlfabörnum / villibörnum, á glærunum. Spurningar sem tengjast efninu hafa verið sett inn í myndskeiðin. Þau styðja mjög vel við það sem kemur fram í kennslubókinni um áhrif þess að börn læri ekki að tala á markaldri máltöku.
-
Verkefnið er leyst samhliða áhorfi. Á því er lágmarkseinkunnin 9, sem fyrr er það vegna þess að lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér heldur að þið náið tökum á lykilatriðum þess sem þarna kemur fram.
- Snjalltækjavæðingin og máltaka íslenskra barna. Grein eftir Sigríði Sigurjónsdóttur í vefritinu Hugrás.