17. febrúar - 23. febrúar
Section outline
-
2. lota: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Í þessari lotu skoðum við líffræðilega hlið tungumála, kynnum okkur máltöku barna, frá hjali að fullmótuðum setningum, og tengsl hennar við líffræðilegan þroska barna. Við komum líka til með að skoða tvítyngi og ýmis frávik í málþroska. Í þessari lotu verður líka fjallað um málstöðvar heilans og áhrif höfuðáverka og ýmissa sjúkdóma á málfar. Í tengslum við efnið verður skipting orða í orðhluta og hljóðritun orða skoðuð og æfð.
Lesefni vikunnar:
Greinargerð um orðhluta á Tungumálatorgi
Yfirlit um orðhluta, sjá hér að neðan.
Verkefni vikunnar.
Æfingaverkefni í orðhlutum, unnið á útprentað blað, inn í pdf-skjal með Windows Edge eða öðru forriti sem leyfir að skrifað sé inn í pdf-skjal (t.d. dochub.com)
-
Þessar glærur tengjast efni kafla 5-5.3. Búið er að lesa inn á þær, auk þess sem finna má verkefni upp úr efninu á þeim en einnig upp úr stuttu myndskeiði (á glærunum) sem sýnir virkni heilans þegar kemur að varðveislu orðaforðans, svo að minnir helst á orðanet.
-
Glærur sem pdf-skjal
-
-
Grein af Mbl.is.
-
Í greininni um framheilabilun Bruce Willis kemur fram að hann þjáist af málstoli. Taktu afstöðu til þess hvort um tjástol eða skilningsstol er að ræða og rökstyddu svarið með því að vísa í málstöðvarnar og ólík hlutverk þeirra. Skrifaðu svarið beint inn í skilakassann.
-
Lestu greinina Þú þarft bara hálfan heila og svaraðu spurningunum hér að neðan.
1) Hvað var sérstak við sjúklinginn sem leitaði læknisaðstoðar á de la Tímone-sjúkrahúsinu í Frakklandi árið 2007?
2) Hvers vegna leitaði sjúklingurinn læknisaðstoðar og hvað olli þeim kvilla?
3) Hvað vita fræðimenn um hlutverk mismunandi hluta heilans? Nefndu hve margir eru þekktir og taktu dæmi um hvar ólíkar heilastöðvar er að finna.
4) Að hvaða leyti eru Jaxon Buell, Aaron Murrey og Noah Wall dæmi um aðlögunarhæfni heilans?
5) Lýstu aðlögunarhæfni heilans. Er hún hugsanlega meiri á einhverju tilteknu æviskeiði en öðru?
-
Ef þið notið Edge-vafrann getið þið skrifað beint inn í skjalið eða notað liti til þess að greina í orðhluta en ef þið hafið ekki Edge í tölvunni ykkar getið þið t.d. nýtt ykkur dochub í sama tilgangi. Búið er að greina flest orðin á fyrri blaðsíunni til þess að sýna ykkur út á hvað þetta gengur.
-
Þegar þið eruð búin að leysa verkefnið í orðhlutum skilið þið því í þennan skilakassa. Í þetta skipti þurfið þið að hlaða lausninni niður í skilakassann.
-