Section outline

  • Í þessari viku ætlum við að einbeita okkur að kynbundinni orðaræðu og afleiðingum hennar. Þið lesið eina grein sem tengist efninu og horfið á tvö myndskeið. Þau eru því miður ekki á íslensku en þið getið valið um að hafa enskan texta með því að smella á cc á stikunni neðan við myndgluggann. Verkefni fylgja bæði lestextanum og myndskeiðunum. Þeim er, sem fyrr, hugsuð ykkur til stuðnings og fyrir mig að sjá hvort þið eruð virk.

    Við ætlum líka að rifja upp helstu hugtök í tengslum við málfræðigreiningu, þ.e. skiptingu orða í orðflokka, setningarfræðilegt hlutverk þeirra, hvernig skipta má málsgreinum í aðal- og aukasetningar og bæði sjálfgefna og breytta orðaröð. Hér að neðan er mappa með ýmsum hjálpargögnum í tengslum við málfræðina, bæði glærur og flæðirit í orðflokka- og setningarhlutagreiningu. Tvö gagnvirk verkefni í málfræði er að finna hér að neðan, verið endilega dugleg að nýta ykkur hjálpargögnin til þess að leysa þau. Þessi verkefni fara inn í virknieinkunn eins og önnur verkefni vikunnar. Í næstu viku fáið þið svo þriðja málfræðiverkefnið en vægi þess til lokaeinkunnar er 5%.

    Lesefni vikunnar:

    • Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus 
    • Glærur um orðflokka, setningarhluta, setningar og orðaröð, í möppu hér að neðan sem merkt er málfræði
    • Myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
    • Myndskeið um kynbundna orðræðu í auglýsingum
    • Glærur tengdar málfræði, sjá möppu hér að neðan

    Verkefni:

    • Verkefni við greinina Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus
    • Verkefni við myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
    • Útdráttur úr myndskeiði um kynbundna orðræðu í auglýsingum
    • Gagnvirkt æfingaverkefni í orðflokkum og setningarhlutum, unnin á Moodle
    • Gagnvirkt æfingaverkefni í setningum, setningarhlutum og orðaröð, unnin á Moodle

    • Horfðu á þetta myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna og segðu frá því í stuttu máli um hvað það fjallar (50-100 orð).

    • Lestu greinina og svaraðu spurningunum í skilakassann hér að neðan. ATH! Þú svarar annaðhvort beint inn í skilakassann eða í annað skjal en afritar þá textann og límir inn í skilakassann. Ekki skila vefslóð.

    • Lestu greinina Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus og svaraðu eftirfarandi spurningum.

      1) Í greininni er vitnað í rannsókn tveggja íslenskra fræðimanna sem birtist í tímariti sem helgað er kynjafræði. Hvaða fræðimenn eru þetta og í hvaða tímariti birtist greinin?

      2) Í hverju fólst rannsókn fræðimannanna?

      3) Hvað er átt við með orðalaginu: „Hugtök eru eins og verkfæri femínískra hreyfinga og þau virka eins og kastljós.“?

      4) Hvers vegna er hætta á því að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus og gengisfalli?

    • Tengillinn fyrir þetta myndskeið var ekki nógu aðgengilegt inni í skilakassanum og þess vegna set ég hann inn hér líka. Myndskeiðið er því miður á ensku en ef þið smellið á cc getið þið fengið enskan texta. Ég mæli með því að þið gerið það.

    • Horfðu á þetta myndskeið og skrifaðu stuttan útdrátt (u.þ.b. 100 orð) um efni hans.

      Þegar útdráttur er skrifaður þarf að temja sér ákveðið verklag: 

      1. Horfa á myndskeið / lesa textann í gegn til þess að fá yfirsýn yfir efnið.
      2. Horfa aftur á myndskeiðið / lesa textann og punkta hjá sér aðalatriði. 
      3. Taka saman efni myndskeiðs eða texta með eigin orðum.
      4. Búa til nýja fyrirsögn sem hæfir umfjöllun ykkar.
    • Í þessu verkefni reynir á þekkingu á orðflokkum og setningarhlutum. Athugið að þið teljist ekki hafa unnið verkefnið fyrr en einkunninni 9 er náð. Lausn verkefnisins er nefnilega ekki markmið í sjálfu sér heldur að þið náið tökum á þekkingunni sem það reynir á. Þið fáið þrjár atlögur að verkefninu. 

    • Í þessu verkefni reynir á þekkingu ykkar á orðflokkum, setningarhlutum, aðal- og aukasetningum og orðaröð.  Athugið að þið teljist ekki hafa lokið verkefninu fyrr en einkunninni 9 er náð. Lausn verkefnisins er nefnilega ekki markmið í sjálfu sér heldur að þið náið tökum á þekkingunni sem það reynir á. Þið fáið þrjár atlögur að verkefninu.