Section outline

  • Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Í dag er hlaupársdagur og kjörið tækifæri  fyrir konur að biðja sér eiginmanns ⏳ Fylgist með Þjóðfræði við Háskóla  Íslands fyrir allskonar skemmtilegan fróðleik! #þjóðfræði #þjóðfræðimoli |  Facebook

    Viðfangsefni vikunnar: 

    Í þessari viku leysið þið gagnapróf úr efni undanfarandi vikna, þ.e. fræðigreinin þjóðfræði og hefðir og siðir. Lesefnislisti er undir síðustu viku og á síðunni Verkefnayfirlit. Ath. að prófið er gagnapróf svo þið megið hafa öll gögn tiltæk meðan þið takið prófið. Prófið er opið frá morgni til miðnættis 8. febrúar, en eftir að þið hafið opnað prófið hafið þið 70 mínútur til að klára það.

    Í þessari viku skoðið þið líka efni sem tengist fatamenningu (þjóðbúningurinn) og -tísku og vinnið tvö verkefni um það; 2.7. Moodleverkefni um þjóðbúninga og tísku og 3.2. Vinnuspurningar upp úr myndbandinu Spúútnik týpur. Verkefnin eru opin frá 5. - 12. febrúar.

    Gangi ykkur vel.


    • Próf úr efni undanfarinna vikna, þ.e. fræðigreinin þjóðfræði og hefðir og siðir.

      Lesefnislista finnið þið undir síðustu viku, í upplýsingunum um þessa viku og á síðunni Verkefnayfirlit. Ath. að þetta er gagnapróf og þið megið hafa öll gögn við höndina meðan þið leysið prófið. 

      Prófið opnar kl. 8:00 fimmtudaginn 8. febrúar og er opið til miðnættis. Eftir að þið hafið opnað prófið hafið þið 70 mínútur til að leysa það. Þið fáið einungis að leysa prófið einu sinni.

      Gangi ykkur vel.

    • Þáttur úr þáttaröðinni Ímyndir, þjóðfræði í mynd. Um BA ritgerð Soffíu Valdimarsdóttur.

    • Vefur Þjóðbúningaráðs.

    • Fatnaðurinn sem bara sigur úr býtum í samkeppni um þjóðbúning fyrir karla árið 1994. Þá var efnt til samkeppninnar vegna hálfrar aldar afmælis lýðveldisins. 
    • Vísindavefurinn, svar eftir Ásdísi Jóelsdóttur.


    • Vísindavefurinn, svar eftir Ásdísi Jóelsdóttur.
    • Horfðu á þetta myndband og svaraðu síðan meðfylgjanda spurningum (sjá hér fyrir neðan). 

    • Spurningar upp úr myndbandinu  „Spúútnik týpur“. Vinsamlegast svarið eftirfarandi spurningum eftir bestu getu og munið að þetta er hluti af vinnu- og lokaeinkunn. 


      a) Af hverju byrjaði fólk allt í einu að kaupa notaðan fatnað skv. höfundi ritgerðar? 


      b) Hverjir versluðu í upphafi aðallega í Spútnik og hvernig breyttist það?


      c) Af hverju telur þú að verslunareigendum í Kringlunni hafi í fyrstu ekki staðið á sama þegar verslunin opnaði þar? Hvaða hugmyndir gætu legið þar að baki? 


      d) Rannsóknin sem vitnað er í var unnin fyrir nokkrum árum. Telur þú að hugmyndir og meðvitund íslenskra neytenda hafi breyst síðan þá? Er t.d. ungt fólk í dag meðvitaðri neytendur og betur upplýst um umhverfisáhrif fataiðnaðarins og kaupir þess vegna notuð föt? 


      e) Segðu frá áhrifum og þróun pönksins í tengslum við tískuheiminn. Hvað gerist þegar klæðaburður okkar fer frá því að vera á jaðrinum og verður miðjaður? 


      f) Hvernig notum við fatastíl og smekk til að skilgreina okkur? 


      g) Hvað á höfundur við með því að gömul föt fari í gegnum umbreytingarferli?  En hvað er átt við þegar fjallað er um tískuforræði? Hvernig getur neysla/kaup á gömlum fatnaði haft áhrif á tískuforræðið?