ÍSLE1FL05 

Vorönn 2024

Rökfærsluritgerð

5% af lokaeinkunn


Vinnulýsing

Nemandi velur sér efni af meðfylgjandi lista og skrifar ritgerð í kennslustund þar sem afstaða er tekin með eða móti efninu. Færa þarf gild rök máli sínu til stuðnings. Um einstaklingsverkefni er að ræða. ATH! Ef ritgerð er ekki skilað telst nemdandi sjálfkrafa fallinn í áfanganum.

Ritgerðarskrif krefjast undirbúnings og því ber nemanda að skila öllum undirbúningsgögnum með ritgerðinni. Undir það falla hugmyndalisti, hugmyndakort/skipurit og efnisgrind. Nemendur skila hugmyndakorti og efnisgrind í skilakassa föstudaginn 5. apríl.

Ritgerðin á að vera 5 efnisgreinar; inngangur og lokaorð eru hvort um sig ein efnisgrein og meginmálið þrjár. Í meginmáli á hver efnisgrein að hverfast um eitt atriði og skoða þarf rök bæði með og á móti því. Skoðun nemandans þarf að koma skýrt fram í meginmálinu. Lokaorð geyma svo ítrekun á niðurstöðu nemandans ásamt helstu rökum meginmáls sem styðja hana. Lokaorð enda vítt t.d. með vangaveltum um hvað framtíðin ber í skauti sér. Nemendur eiga ekki að nota heimildir í skrifum sínum. 

Ritgerðina skrifa nemendur í kennslustund í viku 15,  í þriðja tímpari vikunnar (fimmtudag/föstudag). 

Skila á ritgerðinni sem pdf-skjali.   Nemendur skila ritgerðinni í skilakassa á Moodle (Turnitin) í lok kennslustundar.


Frágangur
  • Leturgerð: Arial eða Times New Roman 
  • Leturstærð: 12 eða 14 punkta letur
  • Línubil: 1,5

Á ritgerðinni þarf að vera forsíða, sjá sniðmát á Moodle og í Les- og vinnuhefti. Nemandi þarf að gefa ritgerðinni nafn sem hæfir umfjölluninni. 


Hér fyrir neðan eru þau viðfangsefni sem velja má milli. Önnur viðfangsefni eru ekki í boði.


  1. Á að leggja niður mannanafnanefnd?

  2. Er dægurmenning orðin of lituð af efnishyggju?

  3. Á að leggja niður íslensku og taka upp ensku?

  4. Á að sameina VMA og MA?


Síðast breytt: fimmtudagur, 21. mars 2024, 12:45 PM