Vikuskipan

  • Velkomin í ÍSLE1FL05

    Myndaniðurstaða fyrir reading

    Sæl verið þið og verið velkomin

    Við notum þessa Moodle-síðu og setjum inn efni hverrar viku. Flestar vikur eru lesskilningspróf á Moodle sem þið þurfið að leysa. Hverjum texta fylgir hljóðskrá fyrir þau sem vilja nýta sér það. Þið þurfið ekki að kaupa kennslubók, en við notum ýmsa texta sem verða skannaðir hér inn. Upplýsingar um hvaðan textarnir eru fengnir munu fylgja með svo þau ykkar sem viljið hlusta á s.s. frá Hljóðbókasafninu getið nálgast þá.

    Fylgist vel með tölvupóstum og hér á Moodle, en umfram allt mætið vel í tíma. 

    Bestu kveðjur, kennarar.

    ____________________________________________________________________________________________________________________________


  • 1. janúar - 7. janúar

    SMELLTU Á VIKUNA TIL AÐ SJÁ EFNIÐ

    Í þessari fyrstu viku byrjum við rólega, en þið vinnið stutt ritunarverkefni þar sem þið segið svolítið frá ykkur sjálfum. Verkefninu skilið þið í skilakassa hér fyrir neðan í síðasta lagi þriðjudaginn 9. janúar. 

    Skilaverkefni: 1
  • 8. janúar - 14. janúar

    SMELLTU Á VIKUNA TIL ÞESS AÐ SJÁ EFNIÐ.

    1. lesskilningspróf

    • Lesefni vikunnar:  Lesa um tíma, umhverfi, sjónarhorn og sögumann í les- og vinnuhefti og á glærum.
    • Einnig um byggingu texta og persónulýsingar og form fagurbókmennta.
    • Verkefni vikunnar: Verkefni úr bókmenntahugtökum og verkefni úr textabroti e. Gyrði Elíasson

    Klára heima ef ekki næst að vinna í kennslustundum:

    • 1. lesskilningspróf
    • Verkefni úr bókmenntahugtökum
    • Verkefni úr textabroti e. Gyrði Elíasson

    Skrár: 3 Próf: 2 Skilaverkefni: 1 Snepill: 1 URL: 1
  • 15. janúar - 21. janúar

    SMELLTU Á VIKUNA TIL ÞESS AÐ SJÁ EFNIÐ

    Verkefni vikunnar: Unnið áfram með bókmenntahugtök

    2. lesskilningspróf

    • Fyrsta tímapar:  Veisla e. Þráin Bertelsson (sjá les- og vinnuhefti bls. 50-54), ásamt verkefni hér á Moodle.
    • Annað tímapar: Rautt og gult e. Svövu Jakobsdóttur (sjá les- og vinnuhefti bls. 58-60), ásamt verkefni hér á Moodle.
    • Þriðja tímapar: Lesa kafla úr Djöflaeyjunni (sjá les- og vinnuhefti bls. 63-64), ásamt verkefni hér á Moodle.

    Við minnum á að kennslubókina Íslensku eitt er að finna á Hljóðbókasafni Íslands fyrir þá sem hafa aðgang að því. Þar getið þið fundið þessa texta og hlustað ef þið kjósið svo.  

    Skilaverkefni: 3 Sneplar: 2 Síða: 1 URL: 1 Próf: 1
  • 22. janúar - 28. janúar

    3. lesskilningspróf

    Lesefni vikunnar: 

    • Fyrsta tímapar (mánudagur/þriðjudagur):  Farið í byggingu texta, 3. lesskilningspróf, Les- og vinnuhefti (ÍSLE1FL05 - Lestur og tjáning í ræðu og riti) bls. 3-6
    • Annað tímapar (þriðjudagur/miðvikudagur): Lesa úr Sólin sest að morgni, bls. 56 í les- og vinnuheftinu og vinna verkefni úr sögunni. Skrifa eina efnisgrein um eftirminnilegt atvik úr æsku (8 - 10 málsgreinar). Skila báðum verkefnum á Moodle. 
    • Þriðja tímapar (fimmtudagur/föstudagur): Lesa brot úr Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur, bls. 54 - 55 í les- og vinnuheftinu. Vinna verkefni á Moodle úr sögubrotinu.

    Heimavinna:

    • Klára þau verkefni sem ekki tókst að klára í tímum.

    Skrár: 3 Síða: 1 Skilaverkefni: 3 Sneplar: 2 Próf: 1
  • 29. janúar - 4. febrúar

    Munið að smella á vikuna til að opna hana

    1. tímapar (mánudagur/þriðjudagur):  4. lesskilningspróf
    Nemendur lesa textabrot úr Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson bls. 61-62 í les-og vinnuhefti og vinna verkefni í tengslum við sögubrotið á Moodle.

    2. tímapar (miðvikudagur): Verkefnið er fólgið í að lesa textabrot úr Albúmi eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur bls. 62 í les- og vinnuhefti og vinna verkefni í tenglsum við sögubrotið á Moodle. Nemendur vinna verkefni bls. 16 - 18 í les- og vinnuhefti. 

    3. tímapar (fimmtudagur/föstudagur):
     Nemendur byrja á að skoða orðflokka, bls. 7-9 í Les- og vinnuhefti

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að klára í tímum!  

    • Bókmenntaverkefni úr Ýmislegu um risafurur og tímann og Albúmi
    • Les- og vinnuhefti, bls: 7 - 9 og 16 - 18
    • 4. lesskilningspróf

    Skilaverkefni: 2 Skrár: 4 Snepill: 1 URL: 1 Próf: 1
  • 5. febrúar - 11. febrúar

    5. lesskilningspróf

    1. tímapar:  5. lesskilningspróf. Farið yfir verkefni fyrri viku. Nemendur lesa söguna um Bóthildi drottningu og vinna verkefni í Moodle.

    2. tímapar: Orðflokkar með áherslu á fallorð, bls. 7-11 í Les- og vinnuhefti.

    3. tímapar: Lærum meira um orðflokka með áherslu á fallorð, bls. 12 og 13 í Les- og vinnuhefti.

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að klára í kennslustundum! 

    • Verkefni úr sögunni Bóthildur drottning.
    • Bls. 7-13 í Les- og vinnuhefti.
    • 5. lesskilningspróf.
    Síða: 1 Skilaverkefni: 1 URL: 3 Snepill: 1 Skrár: 2 Próf: 1
  • 12. febrúar - 18. febrúar

    Munið að smella á vikuna til að opna hana.
    Í þessari viku lærum við að gera útdrátt úr texta, um beina og óbeina ræðu, skoðum málfræðina og rifjum upp efni liðinna vikna.

    Athugið að við förum í vetrarfrí á fimmtudag og föstudag. 

    1. tímapar:
    Útdráttur
    • 6. lesskilningspróf
    • Útdráttur, sjá Les-og vinnuhefti bls. 21 og 22. 
    • Tímaverkefni útdráttur í Moodle.

    2. tímapar
    : Bein og óbein ræða, setning, málsgrein og efnisgrein
    • Nemendur lesa um beina ræðu og óbeina ræðu. Í framhaldinu vinna þeir verkefni á Moodle.
    • Nemendur rifja upp mun á setningu, málsgrein og efnisgrein og vinna verkefni bls. 15 í Les- og vinnuhefti.

    3. tímapar. Vetrarfrí.
    Ef nemendur vilja undirbúa sig fyrir miðannarprófið 21. febrúar er ágætt að skoða eftirfarandi:
    • Málfræði: Yfirflokkarnir þrír, fallorð, sagnorð, smáorð, fallorðaflokkar.
    • Bókmenntahugtök: Flokkun, sjónarhorn, sögumaður, umhverfi, tími, flétta, persónulýsingar.
    • Ritun: Setning, málsgrein, efnisgrein, lykilsetning, miðja niðurlag, útdráttur.


    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að vinna í kennslustundum...  

    • 6. Lesskilningspróf í Moodle
    • Tímaverkefni útdráttur í Moodle
    • Verkefni um beina og óbeina ræðu í Moodle

    Skrár: 3 Skilaverkefni: 2 Snepill: 1 Próf: 1
  • 19. febrúar - 25. febrúar

    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku ljúkum við orðflokkaverkefnum og lærum um muninn á talmáli og ritmáli og vinnum orðabókaverkefni í Les- og vinnuhefti. Auk þess byrjum við að vinna að ritunarverkefni þar sem við endurskrifum sögu með breyttu sjónarhorni.

    Ath. að á miðvikudag verður miðannarpróf í kennslustund. Munið eftir skriffærum. 

    1. tímapar:

    • 7. lesskilningspróf
    • Upprifjun fyrir miðannarpróf. Orðflokkar: Sagnorð, forsetningar, samtengingar, nafnháttarmerki, atviksorð (sjá glærur úr fyrri vikum). Verkefni bls. 12-14.
    2. tímapar:
    • Miðannarpróf
    3. tímapar:
    • Talmál og ritmál, verkefni bls. 19-20 í Les- og vinnuhefti
    • Verkefni um breytt sjónarhorn lagt fyrir. 

    Klára heima þau verkefni sem ekki náðist að vinna í tímum:

    • 7. lesskilningspróf
    • Bls. 19-20 í Les- og vinnuhefti

    Skrár: 2 URL: 3 Sneplar: 2 Síða: 1 Próf: 1
  • 26. febrúar - 3. mars

    Munið að smella á vikuna til að opna hana

    Í þessari viku skilið þið verkefni um breytt sjónarhorn og byrjið á vinnu við útdrátt, sem þið skilið í næstu viku. 

    Námsmatsdagur og Bifröst eru í upphafi vikunnar og því engin kennsla þá daga. Nemendur sem voru veikir á prófdegi taka sjúkrapróf á mánudeginum kl. 8:30 í stofu b-04.

    1. tímapar:

    Kennsla fellur niður vegna námsmatsdags og Bifrastar.

    2. tímapar:

    • 8. lesskilningspróf.
    • Sagnorð -  tímaverkefni 

    3. tímapar:

    • Vinnubrögð við útdrátt rifjuð upp. Verkefni lagt fyrir. 

    Verkefni vikunnar þarf að klára heima ef ekki næst að vinna þau í tímum:

    • 8. lesskilningspróf
    • Tímaverkefni - sagnorð
    • Útdráttur - verkefni

    Sneplar: 2 Skrár: 4 Turnitin Assignments: 2 URL: 1 Próf: 2
  • 4. mars - 10. mars

    Í þessari viku æfum við framsögn (10% námsmatsverkefni) og byrjum að læra bragfræði.  

    1. tímapar:
    • 9. lesskilningspróf
    • Tjáning og framsögn - 
    2. tímapar:
    • Bragfræði bls. 34-35 í Les- og vinnuhefti
    • Verkefni um ljóðstafi í Moodle
    3. tímapar: 
    • Framsögn - æfingar
    • Skil á útdrætti (Surtsey) sem nemendur byrjuðu á í síðustu viku.

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að vinna í kennslustundum:
    • 9. lesskilningsverkefni
    • Verkefni bls. 32-33 í Les- og vinnuhefti
    • Verkefni um ljóðstafi í Moodle

    Skrár: 3 Próf: 2 Snepill: 1 Mappa: 1
  • 11. mars - 17. mars

    Munið að smella á vikuna til að opna hana

    Í þessari viku haldið þið áfram að læra um bragfræði og lærið einnig um myndmál. 

    Í vikunni flytjið þið einnig framsagnarverkefni sem gildir 10% af lokaeinkunn.

    • Mismunandi getur verið eftir hópum hvenær framsagnarverkefni er. Veljið eitt ljóð og einn prósa (örsögu) úr skjölunum hér að ofan til að lesa upp.

    1. tímapar:
    • 10. lesskilningspróf
    • Bragfræði, bls. 34-35 í Les-og vinnuhefti
    • Myndmál, bls. 36-37 í Les- og vinnuhefti
    • Framsagnarverkefni
    2. tímapar:
    • Myndmál, bls. 36-37 í Les- og vinnuhefti
    • Myndmál - tímaverkefni
    • Framsagnarverkefni
    3. tímapar: 
    • Framsagnarverkefni

    Lesefni: Valin saga og ljóð fyrir framsagnarverkefni. Mikilvægt er að æfa sig heima.


    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að vinna í kennslustundum:

    • 11. lesskilningsverkefni
    • bls. 34-37 í Les- og vinnuhefti
    • Myndmál - tímaverkefni
    Skrár: 5 Snepill: 1 Próf: 1
  • 18. mars - 24. mars

    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku haldið þið áfram að læra um bragfræði og lærið einnig um myndmál.

    Í vikunni flytjið þið einnig framsagnarverkefni sem gildir 10% af lokaeinkunn, sé því ekki þegar lokið. 

    Mismunandi getur verið eftir hópum hvenær framsagnarverkefni er. Veljið eitt ljóð og einn prósa (örsaga) úr skjölunum hér að ofan til að lesa upp.

    1. tímapar: 

    • 11. lesskilningspróf
    • Bragfræði, 24-35 bls.  í Les- og vinnuhefti
    • Myndmál, bls. 36-37 í Les og vinnuhefti
    • Framsagnarverkefni

    2. tímapar: 

    • Myndmál, bls. 36-37 í Les- og vinnuhefti
    • Myndmál - tímaverkefni
    • Framsagnarverkefni

    3. tímapar: 

    • Framsagnarverkefni

    Lesefni: Valin saga og ljóð fyrir framsagnarverkefni

    ______________________________________________________________________________________________________________________

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að vinna í kennslustundum:

    • 11. lesskilningsverkefni
    • bls. 34-37 í Les- og vinnuhefti
    • Myndmál - tímaverkefni

    Skrár: 2 Próf: 3 Snepill: 1 URL: 1
  • 25. mars - 31. mars

    Páskafrí

    Sjáumst aftur 2. apríl


  • 1. apríl - 7. apríl


    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku höldum við áfram að skoða stílbrögð og hefjum vinnu við rökfærsluritgerð. Auk þess gerum við 12. lesskilningspróf. 

    Lesefni:

    • Les- og vinnuhefti: bls. 42-47
    • Ath. að efnisgrind og hugmyndalista/hugmyndakorti á að skila á föstudag í þessari viku

    _________________________________________________________

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að klára í tímum.

    • 12. lesskilningspróf
    • Efnisgrind og hugmyndalisti/hugmyndakort fyrir rökfærsluritgerð


    Skrár: 9 Síða: 1 URL: 1 Turnitin Assignment 2: 1 Snepill: 1 Próf: 1
  • 8. apríl - 14. apríl

    Munið að smella á vikuna til þess að opna hana.

    Athugið að lesskilningsprófið er opið til miðnættis 16. apríl. 

    Í þessari viku skrifið þið rökfærsluritgerð sem á að skila í síðastu kennslustund vikunnar.

    Athugið að miðvikudagurinn er námsmatsdagur. Þá er ekki kennsla, heldur vinnið þið að ritgerðinni, hvort sem er heima eða á bókasafninu. Við hittumst svo á fimmtudag/föstudag.

    Ath. að í síðasta tímapari skilið þið ritgerðinni. 

    Viðfangsefni þessarar viku:

    • Lesskilningspróf
    Rökfærsluritgerð
    • Forsíða
    • Uppbygging
    • Skrif og skil

    ___________________________________________________________________________________________

    Ath. nemendur þurfa að vinna þau verkefni heima sem ekki næst að klára í tíma.

    Sneplar: 2 URL: 2 Skrár: 6 Próf: 1
  • 15. apríl - 21. apríl

    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

     Í þessari viku förum við aftur í ljóð og stílbrögð (sjá les- og vinnuhefti), rifjum upp og vinnum verkefni. Í næstu viku förum við að huga að prófundirbúningi og rifjum upp það sem við höfum verið að gera í vetur. 


    Snepill: 1 Skrár: 4 URL: 2 Próf: 1
  • 22. apríl - 28. apríl

    Undirbúningur fyrir lokapróf.

    Fimmtudagur:  Sumardagurinn fyrsti - engin kennsla.  Gleðilegt sumar! 

    Skoðið vel leslistann sem er efst í Moodle. 

    Farið vandlega yfir glærur og skoðið þau verkefni sem hafa verið unnin í tímum. Gera má ráð fyrir að spurningar á prófinu endurspegli þau. Einnig er hægt að skoða eldra próf ofarlega á Moodlesíðunni.

    Gangi ykkur vel. 


    URL: 10 Skrár: 3 Próf: 1
  • 29. apríl - 5. maí

    Þessi vika
    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    1. maí.  Frídagur verkalýðsins. Engin kennsla. 

    Í þessari viku eigið þið að vera búin með öll verkefni. Þau sem hafa klárað öll verkefni þurfa ekki að mæta í tíma í þessari viku. 

    Þau sem eiga eftir að klára einhver verkefni sem gilda til einkunnar, próf, framsagnar- eða ritunarverkefni, eiga að mæta í tíma og ljúka þeim verkefnum.

    Gleðilegt sumar og takk fyrir önnina!

    Daníel og Snorri.



  • 6. maí - 12. maí

    Uppsópsvika

    • Nemendur sem ekki hafa skilað rökfærsluritgerð fá að vinna hana í tíma í þessari viku og skila í skilakassa.
    Ath. að nemendur sem ekki skila rökfærsluritgerð fá ekki aðra námsmatshluta metna og teljast hafa fallið í áfanganum.

    Í þessari viku gefst þeim sem ekki hafa gert eftirfarandi ritunarverkefni tækifæri til að vinna þau:
    • Nýtt sjónarhorn
    • Útdráttur
    Skilakassar fyrir þessi ritunarverkefni er í vikunni 26. febrúar - 3. mars.

    Ath. að ritunarverkefnin verður að vinna í kennslustund, verkefni sem ekki eru unnin í kennslustund verða ekki metin!