Verkmenntaskólinn á Akureyri                                                            Vorönn 2024

ÍSLE1FL05

Arnljótur huldumaður- nýtt sjónarhorn

Verkefnið gildir 5% af lokaeinkunn


Lestu þjóðsöguna Arnljótur huldumaður og endurskrifaðu síðan söguna út frá sjónarhorni persónu úr sögunni. Þú hefur val um að endurskrifa söguna út frá sjónarhorni Arnljóts, móðurinnar eða dótturinnar. Þú átt sem sagt að breyta 3. persónu frásögn í 1. persónu frásögn.  Ath. að þetta er samskonar verkefni og þið fenguð fyrir nokkru um Bóthildi álfadrottningu. 

Gáðu að því að þetta er einstaklingsverkefni. Nemendur sem lána öðrum verkefni sitt eða taka upp texta, að hluta eða öllu leyti, eftir öðrum fá 0. Passaðu vel upp á fráganginn og farðu eftir neðangreindum leiðbeiningum:


  • Leturgerð þarf að vera annaðhvort Arial eða Times New Roman 

  • Leturstærð 12 eða 14 punktar

  • Línubil 1,5

  • Mundu að gera lýsandi fyrirsögn á forsíðu, miðja hana og feitletra

  • Vandaðu stafsetningu og málfar. Nýttu þér yfirlestrarforrit. Til dæmis er hægt að afrita textann inn í Skramba (skrambi.arnastofnun.is) og láta forritið lesa yfir.

  • Lengd verkefnis, fjórar til fimm efnisgreinar.

 

Athugaðu að þú þarft að skila verkefninu sem pdf-skjali í skilakassa á Moodle.


Gangi þér vel og góða skemmtun!

Daníel og Snorri



آخر تعديل: الثلاثاء، 13 فبراير 2024، 9:33 AM