Leslisti fyrir lokapróf 14. maí


  • Íslensk tunga: Málfræði, framsögn og textagerð

    • Les- og vinnuhefti bls. 4-27 og 42-47

    • Glærur á Moodle

    • Glósur úr tíma

Farið vel yfir alla málfræði, byggingu texta og framsögn. Kunnið skil á öllum hugtökum sem tengjast þessum atriðum. Farið vel yfir öll verkefni á Moodle og í Les- og vinnuhefti sem þið hafið gert á önninni. Þið megið reikna með að prófspurningar endurspegli þau verkefni sem unnin hafa verið á önninni.


  • Bókmenntir: Bókmenntahugtök, bragfræði, myndmál og stílbrögð

    • Les- og vinnuhefti bls. 28-41

    • Glærur á Moodle

    • Glósur úr tíma

    • Farið vel yfir allar skilgreiningar á hugtökum og verkefni. 

    • Verið undirbúin undir alls kyns spurningar, t.d. krossaspurningar, S/Ó og skilgreiningarspurningar sem þið þurfið að svara með eigin orðum.

Ekki verður spurt efnislega út í efni smásagna. Þið megið hins vegar búast við því að fá brot úr lesnum og ólesnum textum, auk ljóða til að greina. Hugtökin sem þið þurfið að nota og skilgreiningar tengjast bókmenntagreiningu, bæði bundnu og óbundnu máli, s.s. frásagnarháttur, flétta,  tími, umhverfi, persónulýsingar, myndmál, ýmis hugtök tengd stílbrögðum og bragfræði.

Gangi ykkur vel!

Kennarar

Síðast breytt: mánudagur, 15. apríl 2024, 10:43 AM