Valkostir við innritun

Í áfanganum er farið í sögu erfðafræðinnar og stöðu hennar innan náttúruvísinda, lykilatriði
frumuerfðafræði, frumuskiptingu, litninga og gen, myndun kynfrumna og frjóvgun. Einnig er fjallað um
erfðamynstur lífvera og hvað ræður kynferði þeirra. Áhersla er á sameindaerfðafræði. Bygging DNA,
myndun próteina og atburðarás prótínmyndunar rakin. Breytingum á erfðaefni, stökkbreytingum og
litningabreytingum er lýst og fjallað um helstu aðferðir sem beitt er í erfðarannsóknum og erfðatækni.
Fjallað er um ýmis álitamál sem tengjast erfðatækni s.s. klónun, stofnfrumur og erfðabreytingar á
lífverum. Fjallað er um mikilvægi grundvallarþekkingar á erfðafræði í daglegu lífi og hvaða möguleika
erfðafræðin gefur til framtíðar.
- Teacher: Börkur Már Hersteinsson
borkur
Gestir hafa ekki aðgang að þessum áfanga, vinsamlegast reyndu að skrá þig inn.
Sjálfinnritun (Student)
Gestir hafa ekki aðgang að þessum áfanga, vinsamlegast reyndu að skrá þig inn.