Valkostir við innritun

Þroskasálfræði er ein elsta undirgrein sálfræðinnar og snýst rannsóknarsvið hennar um þroskaferil mannsins í víðum skilningi, allt frá getnaði til grafar. Í áfanganum verður þó sjónum sérstaklega beint að þróun greinarinnar, algengustu rannsóknaraðferðum hennar ásamt því að álitamál líkt og tengsl umhverfis og erfða í þroskaferlinu verða krufin. Sérstök áhersla verður lögð á þau þroskaferli sem eiga sér stað á tímabilinu frá getnaði til loka unglingsára. Má þar meðal annars nefna líkams og hreyfiþroska, greind, máltöku, áhrif félagsmótunar og geðtengsl.

Að auki verður fjallað um þroska-, náms- og geðraskanir barna og unglinga. Ásamt því að rúnt verður í fordóma, álitamál og úrræði á því sviði. Áhersla verður lögð á að nemendur styrki sig í sjálfstæðum vinnubrögðun, öðlist þjálfun í að greina viðfangsefni út frá kenningum þroskasálfræðinnar, ásamt  rökræðu og gagnrýnni hugsun.

Sjálfinnritun (Nemandi)