مخطط أسبوعي

  • Velkomin í ÍSLE1FL05

    Myndaniðurstaða fyrir reading

    Sæl verið þið og verið velkomin

    Við notum þessa Moodle-síðu og setjum inn efni hverrar viku. Flestar vikur eru lesskilningspróf á Moodle sem þið þurfið að leysa. Hverjum texta fylgir hljóðskrá fyrir þau sem vilja nýta sér það. Þið þurfið ekki að kaupa kennslubók, en við notum ýmsa texta sem verða skannaðir hér inn. Upplýsingar um hvaðan textarnir eru fengnir munu fylgja með svo þau ykkar sem viljið hlusta á s.s. frá Hljóðbókasafninu getið nálgast þá.

    Fylgist vel með tölvupóstum og hér á Moodle, en umfram allt mætið vel í tíma. 

    Bestu kveðjur, kennarar.

    ____________________________________________________________________________________________________________________________


  • Munið að smella á vikuna til að opna hana

    1. tímapar (mánudagur/þriðjudagur):  4. lesskilningspróf
    Nemendur lesa textabrot úr Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson bls. 61-62 í les-og vinnuhefti og vinna verkefni í tengslum við sögubrotið á Moodle.

    2. tímapar (miðvikudagur): Verkefnið er fólgið í að lesa textabrot úr Albúmi eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur bls. 62 í les- og vinnuhefti og vinna verkefni í tenglsum við sögubrotið á Moodle. Nemendur vinna verkefni bls. 16 - 18 í les- og vinnuhefti. 

    3. tímapar (fimmtudagur/föstudagur):
     Nemendur byrja á að skoða orðflokka, bls. 7-9 í Les- og vinnuhefti

    Nemendur verða að klára heima þau verkefni sem ekki næst að klára í tímum!  

    • Bókmenntaverkefni úr Ýmislegu um risafurur og tímann og Albúmi
    • Les- og vinnuhefti, bls: 7 - 9 og 16 - 18
    • 4. lesskilningspróf