Ugeoversigt

  • Velkomin í ÍSLE1FL05

    Myndaniðurstaða fyrir reading

    Sæl verið þið og verið velkomin

    Við notum þessa Moodle-síðu og setjum inn efni hverrar viku. Flestar vikur eru lesskilningspróf á Moodle sem þið þurfið að leysa. Hverjum texta fylgir hljóðskrá fyrir þau sem vilja nýta sér það. Þið þurfið ekki að kaupa kennslubók, en við notum ýmsa texta sem verða skannaðir hér inn. Upplýsingar um hvaðan textarnir eru fengnir munu fylgja með svo þau ykkar sem viljið hlusta á s.s. frá Hljóðbókasafninu getið nálgast þá.

    Fylgist vel með tölvupóstum og hér á Moodle, en umfram allt mætið vel í tíma. 

    Bestu kveðjur, kennarar.

    ____________________________________________________________________________________________________________________________


  • Munið að smella á vikuna til þess að opna hana.

    Athugið að lesskilningsprófið er opið til miðnættis 16. apríl. 

    Í þessari viku skrifið þið rökfærsluritgerð sem á að skila í síðastu kennslustund vikunnar.

    Athugið að miðvikudagurinn er námsmatsdagur. Þá er ekki kennsla, heldur vinnið þið að ritgerðinni, hvort sem er heima eða á bókasafninu. Við hittumst svo á fimmtudag/föstudag.

    Ath. að í síðasta tímapari skilið þið ritgerðinni. 

    Viðfangsefni þessarar viku:

    • Lesskilningspróf
    Rökfærsluritgerð
    • Forsíða
    • Uppbygging
    • Skrif og skil

    ___________________________________________________________________________________________

    Ath. nemendur þurfa að vinna þau verkefni heima sem ekki næst að klára í tíma.