Section outline

  • Mannanöfn falla undir félagslega hlið tungumála enda hafa þau um langa hríð verið kynbundin þótt reyndar sé búið að létta á þeirri miðstýringu núna, þökk sé lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Eina verkefni vikunnar snýst um að kynna sér íslensk mannanafnalög, framfylgd þeirra og þá gagnrýni sem þau hafa hlotið á undanförnum árum. Þið þurfið jafnframt að mynda ykkur skoðun á þörfinni fyrir slík lög og færa fyrir henni málefnaleg. Gáið að því að þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum án þess að skila því.

    Veistu hvað íslenska ríkið leyfir þér að nefna barnið þitt? Taktu prófið! -

    Lesefni vikunnar:

    • Nöfn manna, dýra og dauðra hluta, grein í veftímaritinu Málsgreinum
    • Íslensk málsaga, 11. kafli: Hvað á barnið að heita?, sjá hér að neðan
    • Glærur við kaflann Hvað á barnið að heita?
    • Má hvorki heita Illuminati eða Gríndal, grein af RÚV
    • Mannanöfn á vef Stjórnarráðs Íslands
    • Lög um mannanöfn nr. 45/1996 (með yngri breytingum)
    • Ýmsar heimildir sem tengjast íslenskum mannanöfnum, bæði hér að neðan og á alnetinu (og þá í tengslum við verkefni vikunnar).

    Verkefni vikunnar:

    • Greinargerð um íslensk mannanafnalög (10%) Athugið að þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum án þess að skila því.

    • Kafli úr kennslubókinni Íslensk málsaga eftir Sölva Sveinsson. Þetta var 4. útgáfa bókarinnar sem kom út árið 2007. Útgefandi er Mál og mennning. ATH! Kennslubækur eru í eðli sínu eftir heimildir og teljast því ekki góðar heimildir. Það er alltaf betra að nota frumheimildir ef þess er nokkur kostur.

    • ATH! Eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi þann 1. júlí 2019 féll klausan um að stúlkur þurfi að bera kvenmannsnöfn og strákar karlmannsnöfn út úr lögum um mannanöfn, sbr. 5. grein II. kafla (eiginnöfn).

    • Undir þessum tengli er hægt að finna hagnýtar upplýsingar um nafngjöf.

    • Þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum nema skila því.

    • Í þessu skjali má finna ýmis orð eða orðasambönd sem hægt er að nýta til að bæta flæði textans og tengja saman rök og/eða mótrök. Með því að nýta sér listann má koma í veg fyrir að stöðugt sé verið að klifa á sömu orðunum s.s. svo og síðan

    • Grein af RÚV, frá 27. mars 2025

    • Hver segir að það sé ekki hægt að halda samfélagsgagnrýni að leikskólabörnum? Hljómsveitin Pollapönk deilir á mannanafnalög og störf mannanafnanefndar á sinn kaldhæðnislega hátt.

    • Hér er stutt saga af bekkjarafmæli sem gekk ljósum logum á alnetinu fyrir þónokkrum árum. Afmælisgestir heita allir stuttum tvínefnum sem fá hálfankannalega merkingu þegar búið er að setja þau saman.

    • Í þessu lagi kemur mjög skýrt fram að nafn getur vel verið barni til ama, þótt vissulega svífi kaldhæðni yfir vötnum.

    • Hér er stutt myndskeið þar sem gert er góðlátlegt grín að því frelsi sem ríkir varðandi mannanöfn og rithátt þeirra víða í heiminum, ekki kannski síst í Bandaríkjunum.

    • Nafnið Satanía er eitt þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur bannað á grundvelli þessi að það geti orðið nafnberanum til ama, sbr. 5. gr. mannanafnalaga. Hér er myndskeið úr sjónvarpsþættinum Orðbragði þar nafnið kemur við sögu.