24. mars - 30. mars
Section outline
-
3. lota: Auðveldara er að tala en að segja eitthvað
Í þessari viku hefst síðasta lota annarinnar, í henni ætlum við að kynna okkur félagslega hlið tungumála. Fjallað verður um staðbundnar (landfræðilegar) og félagslegar mállýskur, í hverju mállýskumunur getur birst og hvernig má skýra lítinn mállýskumun á Íslandi þrátt fyrir nokkuð stórt land og dreifða byggð. Skilgreiningum málfars í rétt mál og rangt velt upp og sett í samhengi við þróun tungumála. Sjónum verður beint að táknmáli og annarri óyrtri tjáningu og birtingarmyndum þeirrar síðarnefndu í netheimum. Sérstaklega verður rætt um íslensku sem kynbundið mál, sem birtist m.a. í beygingum og vísun í fólk með eiginnöfnum/sérnöfnum, nafnorðum og fornöfnum. Nemendur kynna sér lög um íslensk mannanöfn og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á slíkum lögum í nútímasamfélagi.
Umræðuna hefjum við í þessari viku á því að skoða staðbundnar mállýskur á Íslandi.
Lesefni vikunnar:
- Kaflar 4-4.2 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
- Greinin Íslenskar mállýskur eftir Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, í vefritinu Málsgreinum
- Orðbragð: Innslag um staðbundin framburðareinkenni í íslensku
Verkefni vikunnar:
- Verkefni við ofangreinda kafla, þ.e. 4-4.2
- Verkefni við innslag í Orðbragði um staðbundin framburðareinkenni í íslensku
- Verkefni við greinina Íslenskar mállýskur eftir Höskuld og Kristján, sjá hér að neðan
- Hugleiðing (50-100 orð) við myndskeið, sem kenna má við flámælisfasista, og ættað er úr sjónvarpsþættinum Orðbragði .
-
Búið er að lesa inn á glærurnar ef þið viljið hlusta.
-
Verkefni í tengslum við kafla 4.1 og 4.2 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum. Sem fyrr er lágmarkseinkunnin 9 á verkefninu til þess að undirstrika að lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér heldur það sem þið lærið á að leysa það. Þið fáið þrjár atlögur að því.
ATH! Í þessu verkefni er nokkuð um hljóðritun og gagnlegt að hafa yfirlit yfir hljóðritunartákn, lengdarreglur og aðblástur við höndina.
-
Greinin er eftir málfræðingana Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason
-
Lestu greinina Íslenskar mállýskur eftir málfræðingana Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason hér að ofan og svaraðu neðangreindum spurningum. ATH! Þið leysið þetta verkefni í ritvinnsluskjal og skilið sem pdf-skjali. Skilakassinn tekur ekki við öðru.
-
Innslagið hefst á mín: 2:46. Leysið meðfylgjandi verkefni, hér að neðan, samhliða áhorfi.
-
Horfið á umfjöllun um staðbundnar mállýskur í Orðbragði, sjá tengil hér að ofan og leysið meðfylgjandi verkefni. Eins og alla jafna er lágmarkseinkunnin 9 á verkefninu og þið fáið þrjár atlögur að því.
-
Horfið á myndskeiðið um flámælisfasistana úr Orðbragði, sjá tengil hér að ofan og veltið vöngum yfir efnistökunum, sjá punkta inni í skilakassanum.