Section outline

  • 3. lota: Auðveldara er að tala en að segja eitthvað

    Í þessari viku hefst síðasta lota annarinnar, í henni ætlum við að kynna okkur félagslega hlið tungumála. Fjallað verður um staðbundnar (landfræðilegar) og félagslegar mállýskur, í hverju mállýskumunur getur birst og hvernig má skýra lítinn mállýskumun á Íslandi þrátt fyrir nokkuð stórt land og dreifða byggð. Skilgreiningum málfars í rétt mál og rangt velt upp og sett í samhengi við þróun tungumála. Sjónum verður beint að táknmáli og annarri óyrtri tjáningu og birtingarmyndum þeirrar síðarnefndu í netheimum. Sérstaklega verður rætt um íslensku sem kynbundið mál, sem birtist m.a. í beygingum og vísun í fólk  með eiginnöfnum/sérnöfnum, nafnorðum og fornöfnum. Nemendur kynna sér lög um íslensk mannanöfn og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á slíkum lögum í nútímasamfélagi.

    Umræðuna hefjum við í þessari viku á því að skoða staðbundnar mállýskur á Íslandi.

    Lesefni vikunnar:Íslenskar mállýskur

    • Kaflar 4-4.2 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
    • Greinin Íslenskar mállýskur eftir Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, í vefritinu Málsgreinum
    • Orðbragð: Innslag um staðbundin framburðareinkenni í íslensku

    Verkefni vikunnar:

    • Verkefni við ofangreinda kafla, þ.e. 4-4.2
    • Verkefni við innslag í Orðbragði um staðbundin framburðareinkenni í íslensku
    • Verkefni við greinina Íslenskar mállýskur eftir Höskuld og Kristján, sjá hér að neðan
    • Hugleiðing (50-100 orð) við myndskeið, sem kenna má við flámælisfasista, og ættað er úr sjónvarpsþættinum Orðbragði .