Section outline

  • Eina verkefni þessarar viku er greining á myndabók fyrir börn á aldrinum 1-4/5 ára (15%). Ykkur er ætlað að greina bæði myndir og texta og leggja mat á gæði bókar fyrir barn á máltökuskeiði. Hér að neðan er ýmislegt efni sem tengist máltöku barna og gæti komið að góðu gagni við lausn verkefnisins. Þið megið vinna verkefnið 2-3 saman en þá þurfið þið líka að taka fyrir tvær bækur og bera gæði þeirra saman. Ef þið veljið að vinna skilar bara annað / eitt ykkar fyrir hönd hópsins. Þið skilið verkefninu sem glærukynningu ásamt handriti, ekki er ætlast til þess að þið lesið inn á glærurnar. Það fylgir hvort eð er ekki með þegar þið breytið glærupakkanum í pdf-skjal. Í staðinn þurfið þið að setja handritið upp nákvæmlega eins og þið mynduð kynna það, með ávarpi og kynningu á ykkur og bókinni og þökkum í lokin. Framsetning handrits verður meti inn í einkunn. Kynnið ykkur leiðbeiningar í glærugerð þegar kemur að framsetningu efnis á glærum. Þið skuluð jafnframt kynna ykkur vel það sem kemur fram um frágang á fyrirmælablaðinu.

    Lesefni:

    • Greinin Raddir barnabókanna, úr samnefndu greinasafni, sjá hér að neðan.
    • Greinin Setið í kjöltunni, úr greinasafninu Raddir barnabókanna, sjá hér að neðan
    • Glærur: Raddir barnabókanna, sjá hér að neðan
    • „Boðorðin tíu“ í barnabókaskrifum, sjá hér að neðan
    • Lyklar Moebiusar í myndgreiningu
    • Myndgreining á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson, Power Point-glærur hér að neðan. Skoðið athugasemdirnar neðan við hverja glæru, þar finnið þið myndgreininguna. Ykkur er ætlað að gera hið sama við bókina/bækurnar sem þið takið fyrir.
    • Yfirlit yfir stílbrögð, sjá hér að neðan
    • Yfirlit yfir bókmenntahugtök, sjá hér að neðan
    • Leiðbeiningar í glærugerð.

    Verkefni vikunnar:

    • Glærukynning (15%): Myndabók fyrir börn á aldrinum 1-4/5 ára. Hér að neðan er listandi yfir bækur sem gætu komið til greina. Ef þið hafið aðrar hugmyndir þurfið þið að fá blessun mína fyrst. :) Skila skal bæði glærum og handriti í skilakassann hér að neðan, hvoru í sitt hólf (sjá flipa)