24. febrúar - 2. mars
Section outline
-
Í þessari viku beinum við sjónum að máltöku barna og næmiskeiði / markaldri máltöku. Það er sá tími, eða gluggi, sem barn hefur til þess að læra tungumál. Lærist það ekki innan þess tíma er ekki hægt að segja að barn eigi sér móðurmál. Við skoðum jafnframt þá flokka sem skipta má íslenskum málhljóðum í eftir því hvernig þau eru mynduð. og æfum okkur í að hljóðrita valin orð. Vegna verkfalls fyrri hluta viku verða verkefnin opin fram í miðja næstu viku.
Lesefni vikunnar:
- Tungutak: Félagsleg málvísindi: Kafli 3: Ágrip af hljóðfræði, bls. 50-54
- Glærur um hljóð, hér að neðan
- Hljóðritunarreglur, lengdarreglur og aðblástur
- Glærur úr 3. kafla Tungutaks
- Hvernig læra börn tungumálið? - Grein af Vísindavefnum
- Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði [líka kölluð algildismálfræði] (e. Universal grammar)? - Grein af Vísindavefnum
Verkefni vikunnar:
- Verkefni við greinarnar af Vísindavefnum, í skilakassa á Moodle
- Tvö verkefni í hljóðritun, annað gagnvirkt en hinu skilað í skilakassa á Moodle
-
Hér er tengill á Nearpod-glærur sem búið er að lesa inn á, auk þess sem þar er að finna verkefni sem tengjast efninu.
-
Hér eru glærur á pdf-formi, ekki hefur verið lesið inn á þær.
-
Hér er að finna Youtube-myndband þar sem farið er skilmerkilega yfir IPA, því er lýst sem og markmiðum þess og kostum.
-
Ýmis hljóðritunartákn er ekki hægt að finna undir sértáknum í ritvinnsluforritum en þau eru hins vegar á þessari vefsíðu. Til þess að sjá öll táknin þurfið þið að smella á keyboard with all IPA symbols fyrir ofan þau tákn sem sjást.
-
Sem fyrr er lágmarkseinkunnin 9 sett á það til þess að undirstrika að lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér heldur lærdómurinn sem þið dragið af því að leysa það. Þið fáið þrjár atlögur að lausn þess.
-
Verkefnið er í Word-skjali sem þið þurfið að hlaða niður. Búið er að gefa ykkur nokkur dæmi til þess að styðjast við og sýna til hvers er ætlast. Ykkur er ætlað að hljóðrita restina. Til þess þurfið þið að hlusta á hvernig þið berið orðin fram og nýta ykkur yfirlit yfir hljóðritunartákn í íslensku hér á síðunni. Þar er bæði yfirlit yfir tákn fyrir sérhljóð og samhljóð, auk reglna um lengd og aðblástur. Glærur um hljóð og við 3. kafla í Tungutaki gætu líka verið gagnlegar.
Til þess að nálgast táknin sem ekki eru á lyklaborðinu ykkar notið þið IPA-lyklaborðið á netinu. Munið að tákna lengd með tvípunkti og ekki gleyma aðblæstri.
Ef þið hafið tök á og viljið hjálpast að er það í góðu lagi.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
-
Sem fyrr er lágmarkseinkunnin 9 sett á verkefnið til þess að undirstrika að lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér heldur að þið náið tökum á því námsefni sem reynir á í því. Fyrir vikið fáið þið líka 3 atrennur að því.
-
ATH! Allsherjarmálfræði er líka kölluð algildismálfræði.
-
Lestu greinina, sjá tengil hér að ofan, og svaraðu spurningunum inn í skilakassann.
- Tungutak: Félagsleg málvísindi: Kafli 3: Ágrip af hljóðfræði, bls. 50-54