Skírnismál
Skilyrði fyrir áfangalokum
Kvæðið segir frá því hvernig hjónaband Freys og jötnameyjarinnar Gerðar Gymisdóttur er tilkomið. Kvæðið er alls 42 erindi á samtalsformi, ort undir ljóðahætti og galdralagi. Sama umfjöllunarefni er að finna í Snorra-Eddu en þeirri útgáfu ber ekki að öllu leyti saman við útgáfu Konungsbókar. Kvæðið hefur trúlega verið flutt samhliða helgileik og hugsanlega hefur síðasti hluti þess verið án munnlegs flutnings, aðeins leikinn, enda lýkur kvæðinu án þess að hjónabandið hafi verið fullkomnað.
Smelltu á Skírnismál slóðina til að opna vefinn.