Þrymskviða
Skilyrði fyrir áfangalokum
Þrymskviða (stundum nefnd Hamarsheimt) er 32 erinda frásagnarkvæði sem aðeins er varðveitt í Konungsbók eddukvæða. Kvæðið segir frá því hvernig Þór tekst að endurheimta hamar sinn, Mjölni, eftir að jötnar höfðu rænt honum. Undirtónninn er gamansamur og goðin sýnd í skoplegu ljósi. Kvæðið hefur verið talið tilvalið til leikræns flutnings enda hverfist frásögnin um helsta bragð gamanleikja frá fornu fari, þ.e. að klæða karl í kvenmannsföt.
Kvæðið er ort undir fornyrðislagi, sem m.a. má finna á heimssögukvæðinu Völuspá.
Smelltu á Þrymskviða slóðina til að opna vefinn.