Lokasenna
Skilyrði fyrir áfangalokum
Lokasenna er 65 erinda samtalskvæði undir ljóðahætti með rammafrásögn í lausu máli. Kvæðið er aðeins varðveitt í Konungsbók eddukvæða að einu erindi undanskildu sem finna má í Gylfaginningu. Kvæðið hentar vel til leikræns flutnings. Í Lokasennu er fjallað á gamansaman hátt um líf goðanna og hefur sumum þótt það til marks um að höfundur þess hafi verið kristinn. Hafa ber þó í huga að gamansemi og virðing fyrir guðunum getur vel farið saman og er ásatrú þá ekki einsdæmi hvað það varðar.
Smelltu á Lokasenna slóðina til að opna vefinn.