Rígsþula
Skilyrði fyrir áfangalokum
Rígsþula er 46 erinda frásagnarkvæði sem er varðveitt í Ormsbók Snorra-Eddu en það vantar reyndar aftan á kvæðið þar sem blað vantar í bókina. Bragarháttur kvæðisins er lítillega blandaður, meginuppistaðan er ort undir fornyrðislagi en áhrifa frá kviðuhætti og ljóðahætti gætir líka. Margt í hugmyndum Rígsþulu um rétt höfðingja til eiginkvenna gestgjafa sinna og uppruna ólíkra stétta á sér hliðstæður í gelískri menningu á Bretlandseyjum. Sú þrískipta stéttskipting sem finna má í kvæðinu hefur líka verið tengd við almennn einkenni germanskra og indóevrópskra samfélaga.
Smelltu á Rígsþula slóðina til að opna vefinn.