Hópar og hópvinna

SKILGREINING

Hópur er tveir eða fleiri menn sem vinna saman að tilteknu markmiði.

TILGANGUR

Hópvinna er notuð við verkefni þar sem þörf er á meiri þekkingu en einn maður hefur yfir að ráða.

STARFSLENGD
Hópar vinna mislengi saman.
- Viðræðuhópur starfar í nokkrar mínútur (verkefni í kennslustund).
- Hópur er stofnaður til að vinna að tímabundnu verkefni (árhátíðarnefnd).
- Starfshópur vinnur að stöðugu verkefni (yfirmenn fyrirtækis).

HÓPASTÆRÐIR
Stærð fer eftir því verkefni sem á að vinna.
Í hópnum á að vera samankomin sú þekking sem nauðsynleg er til að leysa verkefnið.
Hópurinn má ekki vera of stór því að þá er hætta á togstreitu og spennu.
Athuganir sýna að í fjögurra manna hópi talar sá virkasti tvöfalt meira en sá óvirkasti, í sex manna hópi um þrisvar sinnum meira og í átta manna hópi tíu sinnum meira.

SAMSTARF
Samstarf er lykilorð hópsins. Stjórnandi hefur það hlutverk að skapa forsendur til góðs samstarfs. Þessar forsendur eru:

- Opin samskipti
- Viðurkenning annarra í hópnum
- Nýjum þátttakendum vel tekið
- Hlutverk vel skilgreind
- Trúnaður milli þátttakenda og stjórnanda
- Augljós markmið
- Skýrar reglur
- Hrós og hvatning notuð þegar við á
- Þátttakendur sýni hver öðrum umburðarlyndi svo allir fái notið sín

FORMLEGIR OG ÓFORMLEGI HÓPAR
Formlegir hópar eru stofnaðir með fyrirfram ákveðið markmið í huga.
Óformlegir hópar verða oftast til af sjálfu sér

FORMLEGIR HÓPAR
Stofnaðir til að sinna tilteknu markmiði t. d. undirbúa sýningu á framleiðslu fyrirtækisins.
Ákveðinn stjórnandi.
Hlutverk hvers þátttakanda vel skilgreint.

ÓFORMLEGIR HÓPAR
Vinir, klíkur, aðdáendur.
Enginn fastur stjórnandi, (einn foringi?)
Náin tengsl, óskráðar reglur.
Félagar segja oftast við þegar talað er um hópinn.
Nauðsynlegir, varast að vanmeta þá.
Geta myndast ef stjórnandi er óvirkur.

MISMUNANDI MANNGERÐIR
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að flokka menn í mismunandi manngerðir. Þessi flokkun er oft notuð en er ekki sú eina:
- Framkvæmdamaðurinn vill ná árangri og framkvæmir
- Hugmyndamaðurinn leysir vandamál og kemur með hugmyndir
- Skipuleggjandinn hefur mest þörf fyrir að hafa allt í röð og reglu
- Félagsveran vill helst vera einn af félögunum og viðurkennd í hópnum
Allar manngerðir eru nauðsynlegar í hópi. Fjöldi fer eftir eðli hópsins.
Mismunandi manngerðir eru mikilvægar í hópi til að fá fram árangur.
Ekki má vera of mikill munur því þá fer of mikill tími í það að leysa persónulegan ágreining.

EINKENNI HÓPASTARFS
Ef vel tekst til skilar starf hópsins betri árangri en ef einstaklingarnir hefðu unnið einir og sér að sama verkefni.
Hópvinna á best við þegar um er að ræða flókið vandamál þar sem þörf er á fjölbreyttri þekkingu til að finna niðurstöðu.
Þátttakendur í hópastarfi læra hver af öðrum ef þeir eru með ólíkar skoðanir og þekkingu.
Hópurinn sem heild getur myndað sér skoðun sem var ólík skoðun einstakra félaga.
Mikilvægt er að í lokinn séu allir sammála um niðurstöðu.

KOSTIR HÓPASTARFS
FÉLAGSLEGAR UMRÆÐUR
Taka þarf tillit til annarra í hópnum. Eigingjarnar skoðanir hverfa.
HÁ MARKMIÐ EN RAUNHÆF
Hópar setja sér hærri markmið en stjórnendur ætlast til. Þau er samt raunhæf.
GÆÐI ÁKVARÐANA
Ákvarðanir í hópi eru oft betri en búist er við af stjórnendum. Upplýsingar sem stjórnendur vissu ekki um koma fram.

ÓEIGINGJARNAR LAUSNIR
Verkefni má ekki vera neikvætt fyrir einhvern í hópnum. Lausn verður jákvæð. Eigingjarnar lausnir síast burtu.

SAMSTARFSVILJI
Þátttakendur eru stoltir af því að hafa verið valdir í hópinn. Þeir sýna opinskáa og hreinskilna framkomu. Samstarfsvilji og samkennd aukast.

SKOÐANASKIPTI
Menn skiptast á skoðunum og upplýsingum jafnframt því sem ákvörðun er tekin.

TILLIT TIL AÐSTÆÐNA
Lausn er miðuð við aðstæður og getu þeirra sem eiga að framkvæma hana.

ÓKOSTIR HÓPASTARFS
Hópastarf hefur góðar og slæmar hliðar eins og flestir hlutir. Góður stjórnandi getu auðveldlega komið í veg fyrir eftirfarandi galla.

TAKMARKAÐUR TÍMI
Tímamörk takmarka þátttöku manna í umræðum í stórum hópum.

ÓVIRKNI ÞÁTTTAKENDA
Hlédrægni heldur aftur af mönnum í stærri hópum.

YFIRSÝN
Ekki er heppilegt að of margar skoðanir komi fram í hópnum. Þá hverfur yfirsýn og samhæfing.

HJARÐEÐLI
Myndast getur þrýstingur í þá átt að allir hagi sér eins og þátttakendur þora ekki annað en vera á sömu skoðun og hinir af ótta við að vera úthýst úr hópnum.

HEIMSKULEGT LÝÐRÆÐI
Þeir sem vita betur fylgja meirihlutanum þó ljóst sé að hann sé ekki með bestu lausnina.

VIKIÐ FRÁ MARKMIÐI
Tilfinningar hlaupa með menn í gönur og þeir missa sjónar á markmiði.

STERKUR LEIÐTOGI
Einn getur verið of ráðandi í hópnum og afvegaleitt hina.

VIRKIR OG ÓVIRKIR HÓPAR

Samheldni er mikilvægasta forsenda fyrir virkni hópsins. Samheldni næst með því skapa það eftirsótt að viðhalda henni, vinátta, fríðindi, virðing.
Í virkum hópi er mikil samheldni og góður árangur en í óvirkum hópi eru félagar sundurleitir og árangur verður lítill.

VIRKIR HÓPAR

AUGLJÓST MARKMIÐ
Markmiðið hefur verið sett fram og öllum er ljóst hvað það er.

ÓFORMLEGT ANDRÚMSLOFT
Þátttakendur er áhugasamir og afslappaðir.

MIKLAR UMRÆÐUR
Þátttakendur ræða málin af hreinskilni og eru ekki alltaf sammála.

UMBURÐARLYNDI
Enginn er hræddur við að segja skoðum sína. Hlustað er á alla og kjarni þess greindur frá hisminu.

GAGNRÝNI TEKIÐ
Gagnrýni er sanngjörn, málefnaleg og uppbyggjandi.

HUGARFLUG
Þátttakendur setja óhikað fram "vitlausar" hugmyndir því þær geta leitt af sér aðrar betri.

SAMKOMULAG UM ÁKVÖRÐUN
Ekki greidd atkvæði um niðurstöðu.

VERKASKIPTING
Félagar sinna sínu verkefni eða hlutverki og ganga ekki inn á verksvið hvers annars.

FRUMKVÆÐI
Sá sem best er til þess fallinn tekur frumkvæði í hverju máli. Samábyrgð gagnvart því að nýta hæfileika þátttakenda.

OPINSKÁ UMRÆÐA
Tilfinningar geta verið staðreyndir fyrir þá sem hafa þær. Þetta þarf að ræða án þess að valda óþægindum.

SAMHELDNI
Hópurinn lítur á sig sem hóp. Enginn skilinn útundan.

ÓVIRKIR HÓPAR

ÓSKÝRT MARKMIÐ
Markmið hefur verið lagt fram en ekki samþykkt.

LEIÐINDI
Kæruleysi í umræðum, sumir sofa, einhverjir hvíslast. Menn líta út um gluggann, á dyrnar, á klukkuna, pikka með fingrunum.

RÁÐRÍKI
Einn eða fáir ráða ferðinni án þess að hafa vit á hlutunum og hinir samþykkja það þegjandi.

MEIRA TALAÐ EN HLUSTAÐ
Gripið fram í. Meðan einn talar hugsa hinir.
Setningar eins og "En áðan sagðir þú að …" heyrast.

PERSÓNULEG GAGNRÝNI
Persónan en ekki málefnið gagnrýnt.

SAMSTAÐA Á YFIRBORÐINU
Fáir láta í ljós skoðun sína og allir virðast sammála. Undir niðri kraumar.

VITUR EFTIR Á
Ákvörðun tekin of fljótt. "Þið hefðuð átt að hlusta á mig."

ÓSKÝR VERKASKIPTING
Óvíst hver á að gera hvað. Menn fara inn á verksvið hvers annars.

EINVELDI
Sá klárasti látinn vinna alla vinnuna. Ábyrgðin alfarið hans mál.

TILFINNINGADEYFÐ
Engar tilfinningar látnar í ljós. Persónuleg afstaða bæld niður.

LÍTIL INNRI UMRÆÐA
Ekki rætt um hópinn sjálfan og vinnubrögð hans.

MIKIL YTRI UMRÆÐA
Mikið rætt um það sem aðrir eru að gera og hópurinn ræðir ekki um sín verkefni.

HLUTVERK OG MARKMIÐ

HLUTVERK HÓPSTJÓRNANDA
Oftast er hópstjóri einn. Skipta má hlutverkum hópstjóra milli manna.

VERKSTJÓRN
Hópstjórnandi á að sjá til þess að hópurinn sé virkur og vinnufriður haldist innan hans.

MARKMIÐSSETNING
Hópstjórnandi færir hópnum markmið eða sér til þess að hópurinn setji sér markmið.

FÉLAGSLEGT HLUTVERK
Hópstjórnandi á að styðja félagana og örva. Hann á að koma í veg fyrir árekstra og sætta.

FULLTRÚI HÓPSINS
Hópstjórnandi er fulltrúi hópsins út á við og flytur boð frá yfirstjórnendum til hópsins.

ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ HÓPSTARF MISTEKST

  • Stjórnandi gaf ekki nauðsynlegar upplýsingar.
  • Stjórnandi reyndi að neyða fram sína lausn
  • Stjórnandi lét hópinn velja lausn í stað þess að láta hann búa til lausn.
  • Stjórnandi lofaði upp í ermina á sér.
  • Stjórnandi lagði efnið þannig fyrir, að í því fólst gagnrýni á félaga hópsins.
  • Ósamkomulag og tortryggni.
  • Hópurinn hefnir sín á fyrirtækinu.
  • Hópurinn of lítill og þekking ekki næg til að leysa málið.
  • Þekking nýttist ekki vegna yfirgangs annarra.
  • Þátttakendur missa trú á verkefninu vegna þess að ekkert er gert með það sem hópurinn leggur til

Síðast breytt: miðvikudagur, 2. apríl 2025, 4:29 PM