Maður og trú: Spurningar til ígrundunar
Skilyrði fyrir áfangalokum
Veltið eftirfarandi fyrir ykkur við lestur 1. kafla í kennslubókinni Guðirnir okkar gömlu.
- Að hvaða leyti hafa trú og samfélag haldist í hendur gegnum tíðina? Hvaða dæmi sérðu í kaflanum um það.
- Hvers vegna skapaðist þörf fyrir trúarbrögð?
- Hvað felst í hugtakinu goðsögn og í hvaða fjóra flokka má skipta þeim. Á hverju grundvallast sú skipting?
- Hvaða hugtak notuðu heiðnir menn yfir trúarbrögð sín?
- Hvað hafa ýmsir þjóðfélagsgagnrýnendur sett út á trúarbrögð?
- Skörp tvíhyggja er einkennandi fyrir mörg trúarbrögð? Hvað felst í því?
- Hver er munurinn á þjóðtrú og trúarbrögðum eins og kristni og íslam?
- Hvers vegna eru frumstæð samfélög viðkvæmari en þróuð samfélög Vesturlanda?
- Hvers vegna færðu menn guðunum fórnir og af hvaða tilefni?
- Í Hávamálum er lögð áhersla á að menn skiptist á gjöfum. Hvernig tengist það fórnum til guðanna?
- Hvað eru álagablettir og hvað getur gerst ef menn virða þá ekki?
- Hvað getur haft áhrif á fjölgun goða tiltekinna trúarbragða?
- Hver er táknræn merking árstíðanna í trúarlegum og bókmenntalegum skilningi.
- Hver eru einkenni frjósemisdýrkunar og hvað einkennir helgigripi sem henni tengjast.
- Hvert er hlutverk trjáa í frjósemisdýrkun og hvernig tengist það norrænni goðafræði?
- Hver er kjarninn í goðsögunni um brúðkaup Freys og Gerðar?
- Hvernig eru hugmyndir manna um líf eftir dauðann mismunandi milli trúarbragða?
- Hvers vegna nutu járnsmiðir sérstakrar virðingar?
Síðast breytt: þriðjudagur, 10. september 2024, 1:21 PM