Sjálfsmat

Markmið verkefnis er að leggja mat á nám þitt í klassísku nuddi og gefa þér einkunn sem þú rökstyður. Hafðu þessar spurningar til hliðsjónar við matið eða getur sett þær upp og svarað þeim ásamt öðru sem þú vilt koma að og einkunn með. Einnig er gott að nýta sér matsblaðið sem var í jafningjamatinu með. 

Það má setja þetta líka aftast í æfingaskýrsluna en gera sér grein fyrir þessum hluta, s.s. sér kafli. 

Hvað er það mikilvægast sem þú lærðir/tekur með þér í klassíska nuddinu? 

Var eitthvað sem þú óskaðir að þú hefðir eytt meiri tíma í eða gert öðruvísi og þá hvað? 

Stóðstu þig betur í einhverju en öðru? 

Hvað fannst þér skemmtilegast eða gefa þér mest?

Hefði eitthvað getað verið öðruvísi/betra sem hefði nýst þér betur? 

Senest ændret: torsdag den 23. november 2023, 11:40