Verkefni – Lota 2 - Heilabilun

 

1.       Lestu söguna um  Guðríði á bls 120 og greindu frá þeim þáttum sem þarf að gera frekari athuganir á, hverjar væru þær athuganir, hvað getur verið að hrjá Guðríði og hvað þarf að gera til að bæta stöðu hennar?

 

2.       Úr myndinni Amma Gógó komu fram heilabilunareinkenni hjá Gógó, greindu frá þeim ásamt fleiri einkennum sem fylgja Alzheimer og hvernig þróun Alzheimers er skipt í stig.

 

3.       Veldu annað hvort:

a.       Hlusta á eftirfarandi þátt https://vimeo.com/149447359 og skrifa smá útdrátt um það sem þér fannst áhugavert, eða aðal atriði.

b.       Finndu myndbönd – tiktok – reels – eða eitthvað efni sem snýr að heilabilun sem vakti athygli þína – segðu frá um hvað það er og settu slóðir á efnið með. Þetta getur t.d. tengst sjúkdómunum sem flokkast undir heilabilun, einkennum, orsökum, hjúkrun, vera aðstandandi, hjálpartækjum eða greinast ungur.

 

4.       Öll samskipti skipta miklu máli í hjúkrun einstaklinga með heilabilun. Gerðu lista yfir þau atriði/hjúkrun sem þarf að hafa í huga sem snúa að samskiptum og öryggi einstaklinga með heilabilun.


Ostatnia modyfikacja: poniedziałek, 20 lutego 2023, 12:07