Umræða vika 3 - G vitamín (0,833%)

G vítamín

G vítamín

by Ásta Björk Arnardóttir -
Number of replies: 1

Hlæðu með öðrum.

Ég valdi þetta vegna þetta. Það er  svo gefandi að hlæja með örum. Ég fékk ekki góðar fréttir í byrjun vikunnar og var þar af leiðandi að missa mig í að vera leið. þó að ég hafi ekki fengið skemmtilegar fréttir þá verð ég bara að koma því í að hlæja bara meira og rífa mig upp úr því. Það verður að finna hlægilegan punta við það. Að hafa verið á niður leið í þunglindi er ekki í boði og verð bara að finna góðan flöt á þessu eins og ég get þá bara prjónað meira fyrst ég má ekki gera neitt annað. Ég fékk vinkonur mínar til að koma og vera saman. Og við vorum svo mikið að tala saman og skipuleggja að við misstum okkur í að seiga frá  og skipuleggja fríið okkar saman. Við erum búnar að vera að fara hingað og þangað í útileigur eða í sumarbústaði. Það er alltaf svo gaman að ver með þessum hóp og það er svo mikið hlegið. Þetta hafði það að verkum að öll leiðindi sem voru búin að vera að reyna að kíkja fram á yfirborðið komst ekki fram á yfirborðið til að vera leiðinleg. Svo að vikan á að vera skemmtileg hér eftir.

 

Stattu með þér.

Ég valdi þetta vegna þess að ég vil standa með mér. Vegna þess að það er einginn sem tekur minn stað í lífinu, það er minn staður að standa með mér. Eins og kemur fram í G vítamíni dagsins er að ég er eyja sem er með felli brú, sem ég hleypi bara sumum inn og aðrir verða að vera úti. Börnin mín og barnabörn líka auðvita sem fá að vera þar. Það eru örugglega margir sem fá ekki að standa með sér það er að seiga það eru einhverjir sem eru í ofbeldis sambandi og fá ekki að standa með sér. En ég er heppin að vera kominn út úr því og fæ að standa með mér það er svo gott að geta það. Ég er farin að seiga við þá sem eru að troðast á mínum stað að þetta er ekki í boði að vera á minni eyju. Það er að ganga og finnst það bara gott  að geta sagt hvað ég vil og hvað mig langar að hafa hlutina. Þeir sem eru t.d. hreifi hamlaðir fá ekki alltaf að velja hvað þeir gera. Ég er að fara í aðgerð svo að ég verð að standa með mér og láta vita hvað ég vil og hvað ég get.


In reply to Ásta Björk Arnardóttir

Re: G vítamín

by Silja Rós Halldórsdóttir -
Ég veit persónulega hversu erfitt það er að standa með sjálfum sér þegar maður uppgötvar sjálfan sig í þeirri hræðilegu lífsreynslu að vera í ofbeldis sambandi. Það að geta komið sér úr þeim aðstæðum, byggt sér upp nýtt og heilbrigðara líf og tekið skrefin í átt að heilbrigðara sjálfi er meira en að segja það og þú átt skilið stórt klapp fyrir það!