Umræða vika 3 - G vitamín (0,833%)

Umræða vika 3 Gvitamín

Umræða vika 3 Gvitamín

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 4

Ég á auðvelt með að velja fyrra Gvítamínið til að fjalla um því það er stór þáttur í því að mér fer að líða betur eftir alla dimmuna að hausti og vetri.  Fagnaðu með hækkandi sól er eitthvað sem ég tengi sterkt við. Sólin bæði gefur D vítamín og eins gefur hún veröldinni liti og blæ sem er hlýr og fallegur. Það er auðveldrara að hafa sig út á morgnanna og hafa sig inn í daginn almennt þegar maður veit að bjart er úti og hlýtt. Sólin á það til að vekja fólk til lífs um leið og hún vekur upp allskonar líf á jörðinni. Fólk virðist eiga auðveldara með að vera úti í samveru þegar sólin skín og veður er gott og ég tengi við það. Ég sé mun á fólki á götum úti eftir því hvort það er sumar og sól eða hvort það blæs köldum vindum á dimmum vetri. Gleðin virðist eiga greiðari aðgang að fólki þegar það er bjart yfir. Erlendis þar sem skín sól flesta daga má líka sjá hvernig munurinn er á þeim og okkur sem búum við dimma daga mest allt árið en þar sem sóln hefur fleiri daga þá er merkjanlega meira líf á götum úti.

 

Seinna Gvítamínið sem ég ætla að velja er það að brosa framan í spegilinn. Þetta hefur ég heyrt þá sérstaklega í tengslum við það þegar fólk er að stíga út úr veikindum eins og alkóhólimsa eða öðrum geðrænum veikindum eða bara veikindum almennt þar sem maður þarf að læra upp á nýtt að elska sjálfan sig og þann sem maður sér í speglinum. Að geta tekist á við þá mynd sem blasir við þegar maður horfir í spegill getur verið erfitt ef fortíðin fær eins að ráða og mikið hefur gengið á. Það er auðvelt að vilja loka augunum þegar maður blasir svona við og það að brosa við spegilmynd sinni er erfiðara gert en sagt þó svo framkvæmmdin sjálf sé auðvelt í raun. Það er þetta með að brosa og segja upphátt um leið eitthvað uppörvandi við sjálfan sig. Þetta Gvítamín ættu í raun allir að taka sér og hafa sem daglegan þátt í rútínunni því það að brosa og fagna sjálfum sér er svo uppbyggjandi fyrir bæði líkamann og sálina. Ég ætti kannski bara sjálf að taka mér þetta til skoðunar og byrja dag hvern að brosa framan í spegilinn og segja spegilmyndinni minni að hún er mikilvæg.

 

 


In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Umræða vika 3 Gvitamín

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Ég er alveg sammála þér með sólina. Ég sé mikin mun til dæmis á skjólstæðingunum mínum eftir að það byrjaði að birta núna um 9 leytið á morgnana en ekki bara upp úr hádegi. Það er alveg merkilegt hvað sólin hefur mikil áhrif á líðan manns og bara áhrifin sem það hefur á samfélagið.
In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Umræða vika 3 Gvitamín

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Ég er mjög sammála þér með gvítamínið, fagnaðu með hækkandi sól það er eitthvað sem ég tengi líka vel við. Sólin gefur D vítamín og hún gefur veröldinni liti og birtu. Ég er ein af þeim sem elska líka snjóinn því hann birtir einmitt líka svo vel upp skammdegið.
In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Umræða vika 3 Gvitamín

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Vá hvað þetta er flott G vítamín. Það bara opnaði augun mín að heyra hvernig það sé mikil-vægt að elska sjálfan sig. Ég þarf kannski að fara að prófa þetta því mitt sjálfstraustið mitt er ekki gott.
In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Umræða vika 3 Gvitamín

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Að brosa framan í spegilinn hljómar svo einfalt dæmi, en kafi maður dýpra í það þá fer maður fljótt að sjá hversu erfiður raunveruleiki það er fyrir flesta að sýna sjálfum sér ást og mildi, þar á meðal ég. Skemmtileg umræða hjá þér og margir góðir punktar.