Dagskrá helgarinnar.

Dagskrá helgarinnar.

بواسطة - Anna Svava Traustadóttir
عدد الردود: 0

Heilir og sælir kæru nemendur,

Þá líður að okkar síðustu lotu saman í svæðanuddinu. Það eru nokkur atriði sem mig langar að fara yfir með ykkur sem geta orðið að gagni í framtíðinni.

Við munum fara yfir eftirfarandi efni á laugardaginn ásamt því að þið nuddið hvort annað heilnudd og æfa betur þau svæði sem þið hafið í huga.

Geat próf – sem er nafn yfir aðferð til að hjálpa til ef einn fótur er styttri en hinn og þá af annarri ástæðu en vegna misvaxtar í beinum þ.e.a.s. vöðvar og sinar eru stífar og toga upp fótinn sem getur valdið ýmsum óþægindum. Í þessari meðferð eru notaðir orkubrautar punktar sem við förum yfir. Ég kem með þetta efni útprentað.

 Brjósklos – ef einhver er með brjósklos þá getur verið gott að grípa í svæðanuddið þar sem ekki má nudda vöðva mikið og djúpt á viðkomandi svæði. Brjósklos er t.d. mjög algengt milli L4 og L5. Styðjumst við hryggjarsvæði í námshefti.

Vagus taug eða heilataug númer 10 sem tengist öllum líffærum. Áhrifasvæði taugarinnar á litlu tám – sýni ykkur það.

Orkubrautar punktar sem ég nota mest við svæðameðferð.  MA 36,  MI 6, BL 60 og GA 34. Set þetta efni á moodle.

Á sunnudaginn f.h. æfum við okkur fyrir prófið/námsmatið sem ég hef ákveðið að verði aðeins 20 mínútur á mann með öllu...... jjiibbý 😊 er það ekki? 😊

Verkefnið í svæðanuddinu; umbúnaður, upphitun, nudda svæði höfuðs og svæði hryggjar ásamt því að enda á solar plexus.

Þið munuð nudda mig og Maríu.

Niðurröðun í prófið/námsmatið er eftirfarandi:

Kl. 12.30 - Gréta og Hildur.

Kl. 13.10 - Sonja og Jóhann.

Kl. 13.40 - Ella og Brynja.

Kl. 14.10 - Signý og Dagbjört.

 

Hlakka til að vera með ykkur um helgina og gangi ykkur vel! 😊

Kær kveðja, Anna Svava