Hugleiðingabók 40%
Hér að neðan er listi yfir þær hugleiðingar sem þið vinnið í áfanganum. Það mun bætast í listann eftir því sem líður á önnina.
Munið að það eigið að handskrifa hugleiðingarnar litla glósubók :)
Hugleiðing 1:
Er kynfræðsla mikilvæg í framhaldsskólum? Þarf samfélagið okkar frekari umræðu um kynheilbrigði?
Hugleiðing 2:
Hvað er sjálfsvirðing. Hvernig birtist hún? Sér maður á manneskju að hún hafi mikla eða litla sjálfsvirðingu? Af hverju skiptir hún máli í nánum samskiptum eins og kynlífi?
Hugleiðing 3: Hugleiðingar nemenda út frá grein Þórðar Kristinssonar.
Nemandi setur fram spurningu/spurningar/staðhæfingu sem kveikir áhuga hans og svarar henni út frá greininni og eigin skoðunum ásamt rökstuðningi.
Hugleiðing 4: Hvað finnst þér hafa breyst í samfélagsumræðunni og viðhorfum varðandi kynheilbrigðisumræðu síðustu ár/áratugi? (Takið með inn í myndina t.d. "Metoo" byltinguna, karlmennskuna/eitraða karlmennsku, klámvæðingu o.fl.)
Hugleiðing 5: Í kjölfar "Metoo" byltingarinnar fóru margir þolendur kynferðisofbeldis að stíga fram og segja frá reynslu sinni, sumir nafngreindu gerendur en aðrir ekki. Margir benda á að íslenskt samfélag sýni gerandameðvirkni og dragi frekar reynslu þolenda í efa og taki þá upp hanskann fyrir gerendur. Hvernig blasir þetta við þér? Hvernig finnst þér að við gætum tekið á svona málum?
Hugleiðing 6: Frjáls hugleiðing um kynlíf
Hugleiðing 7: Frjáls hugleiðing
Hugleiðing 8:Hugleiðing um áfangann í heild sinni. Hvað lærðir þú? Saknaðir þú einhvers? Hvernig má bæta áfangann?