Section outline

  • Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Fermingarmoli #þjóðfræði #þjóðfræðimoli |  Facebook 

    Viðfangsefni vikunnar:

    Við höldum áfram að fjalla um efnismenningu, kaflinn Ég og efnisheimurinn, bls. 22-31 í Þjóðfræði hvað? Einnig á að lesa greinina Bernskuheimili mitt eftir Ólöfu frá Hlöðum, áhugavert er að bera lýsingu hennar saman við fasteignaauglýsingar nútímans.
    Við horfum við á nokkur myndbönd sem fjalla um efnismenningu og menningararf auk þess sem við höldum áfram með umfjöllun um líkamann og lesum greinina Kynfjötrar: Fólk, föt og pólitík og rannsóknina Hárleysi og mótun kyngervis.

    Verkefni:

    • 1.3. Verkefni um húsakost og aðstæður fyrr á tímum
    • 3.4. Moodleverkefni um efnismenningu

    Bæði verkefni opna kl. 8:00 mánudaginn 18. mars og loka á miðnætti þriðjudaginn 2. apríl. Ath. að verkefni þessarar viku eru opin í tvær vikur vegna páskafrís í næstu viku.

    • Lestu þessa grein eftir Ólöfu frá Hlöðum. Verkefni um húsakost og aðstæður fyrr á tímum byggir að miklu leyti á frásögn Ólafar.

    • Skoðaðu fasteignavefinn og veldu íbúðarhúsnæði af handahófi á Akureyri, í Reykjavík eða þínum heimabæ. Skoðaðu hvað er ólíkt við húsnæði nútímans miðað við húsnæði eins og því er lýst í AlþýðubókinniLúsaskiptum, Bernskuheimili mitt og á bls. 29 í Þjóðfræði hvað?

    • Kynnið ykkur bls. 29 í Þjóðfræði hvað? og einnig það sem fram kemur í Alþýðubókinni og Lúsaskiptum um húsakost og aðstæður fyrr á tímum. Spurningarnar í þessu verkefni eru þó einkum úr Bernskuheimili mitt.

    • Hér eru þrjú myndbönd um efnismenningu.


    • Grein eftir Fríðu Björk Ólafsdóttur af vefritinu Kreddum, vefriti um þjóðfræði.

    • Fyrirlestur Hildar Friðriksdóttur á Þjóðarspegli 2014 um rannsókn sem hún gerði með Andreu Hjálmsdóttur á kynfærarakstri kvenna. 


    • Það hefur færst í aukana að karlar safni skeggi. Er hárvöxtur karlmannlegur? Eru sköllóttir karlmenn óeftirsóknarverðir?

    • Þetta er Moodleverkefni um efnismenningu og menningararf.

    • Ath. að efni um táknfræði og sviðsetningu birtist í vikunni eftir páska, 1.-7. apríl.