12 February - 18 February
Section outline
-
Viðfangsefni vikunnar:
1. Nú er sjónum beint að sögnum og mismunandi formum þeirra. Kaflinn Ég og sögurnar mínar, bls. 34-44 í Þjóðfræði hvað?
2. Við byrjum á að skoða munnlega hefð, sjá 1.1. Munnleg hefð - glærur og bls. 36-40 í Þjóðfræði hvað? og vinnum 1.2. Verkefni um munnlega hefð.
3. Einnig eru í þessari viku nánari skýringar á viðtalsverkefninu (2.1.-2.4.) sem þið eigið að vera byrjuð að vinna, sjá verkefnayfirlit.
4. Að lokum byrjum við að skoða þjóðsögur og hefjumst handa með því að lesa sögurnar um Vilfríði Völufegri og Mjallhvíti og vinnum verkefni 3.4. Spurningar um Vilfríði og Mjallhvíti.
-
-
Verkefni úr glærum um munnlega hefð og bls. 36-40 í Þjóðfræði hvað?
-
Lesið viðtalið yfir og athugið hvaða þemu þið finnið í því. Ath. að þemu eru undirstaða að niðurstöðu og umfjöllunarkafla í rannsóknarskýrslum og það sem þið eigið að gera í viðtalsverkefninu sem á að skila 26. febrúar.
-
Ítarlegri leiðbeiningar um til hvers er ætlast í viðtalsverkefninu (sjá verkefnayfirlit).
-
Verkefni um sögurnar Vilfríður Völufegri og Mjallhvíti. Lestu sögurnar, veltu meðfylgjandi spurningum fyrir þér og svaraðu þeim eftir bestu getu. Kassinn er opinn til 19. febrúar.
Hvað er líkt með sögunum tveimur, hvað eiga þær sameiginlegt?
Hvað er ólíkt?
Af hverju stafa þessar breytingar að ykkar mati? (Veltið vöngum og giskið.)
Er eitthvað í sögunum sem annars vegar getur gefið vísbendingu um íslensk áhrif/uppruna?
En er eitthvað í sögunum/annarri sögunni sem bendir til erlends uppruna?
-