Áhersla er á upplýsingalæsi í víðu samhengi og nemendur fá að kynnast ýmsum hliðum sem snúa að upplýsingatækni. Farið verður í grunnatriði í tölvumálum, reglur sem gilda í tölvusamskiptum og umgengni við tölvukerfi skólans. Nemendur verða látnir tileinka sér Innu og Moodle jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla verður á að efla færni nemenda í ritvinnsluforritinu Writer, framsetningarnforritinu Impress og  töflureikninum Calc.  Smáforrit sem hægt er að nálgast á netinu verða skoðuð og nemendur vinna í þeim ýmis verkefni. Farið verður í myndbanda og myndvinnslu.