Í áfanganum öðlast nemandinn grunnþekkingu á loft-, og vökvastýrðum kerfum, meðhöndlun loftsins (raka, síun, hitastig) og uppbyggingu vökva, helstu þætti þeirra, hlutverk og notkunarsvið. Hann þjálfast í stillingu þrýstings, notkun og stillingu tímaliða og hraða. Fjallað er um helstu atriði í uppbyggingu þrepastýrikerfa og raktar teikningar af stýrikerfum. Nemandinn fær undirstöðuþekkingu og skilning á hlutverki og notkun stýritækninnar, þannig að hann verði fær um að þjóna loft- og vökvastýrð kerfi, setja upp kerfi eftir teikningum og framkvæma einfaldar viðgerðir. Gerðar eru verklegar æfingar í uppbyggingu og notkun einfaldra loft- og vökvastýrikerfa.