Námið miðar að því að nemendinn auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísindaorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemandinn er þjálfaður í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum. Einnig er nemandinn þjálfaður í töluðu máli, bæði með umræðum og formlegum fyrirlestrum. Fjallað er um siðferðileg álitamál vísinda og samfélagslega ábyrgð.