Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20.aldar og fyrstu árum 21. aldar í samhengi við stefnur og strauma í þjóðfélags- og menningarmálum. Nemendur lesa ljóð, smásögur og skáldsögur til að átta sig á því hvernig mismunandi menningarstraumar og hugsunarháttur kynslóðanna koma fram í þessum verkum. En ekki síður til að glöggva sig á því hvaða erindi höfundar þessara verka eiga við eigin samtíma og nútímann.