Nemandinn kynnist grunnatriðum í byggingaeðlisfræði svo sem kröfum til bygginga, innri og ytri kröftum burðarvirkis og mismunandi álagi á byggingahluta. Fjallað er um ýmsa almenna þætti hita-, hljóð- og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur í byggingahlutum. Nemandinn lærir um loftræstar útveggjaklæðningar og mismunandi einangrunarkröfur byggingahluta. Fjallað er um eiginleika einstakra grindar- og klæðningaefna, gerð og þéttleika festinga, einangrun og afréttingu vegggrinda. Kennslan er fyrst og fremst bókleg þar sem lögð er áhersla á að tengja saman fræðilega umfjöllun, einstakar útfærslur og vinnubrögð með heimsóknum, sýnikennslu og eftir atvikum smærri verkefnum.