Áfanganum er ætlað að kynna nemandanum þjálfun barna á aldrinum 6 – 9 ára. Nemandinn lærir að leiðbeina börnum og setja upp æfingaáætlun fyrir ákveðið tímabil og útbúa tímaseðla. Farið er yfir hlutverk íþróttaþjálfara sem fyrirmyndar barna og unglinga og hvernig skuli leiðbeina börnum og unglingum varðandi tækniatriði ýmissa íþróttagreina. Nemandinn nýtir sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér jákvæð og uppbyggileg samskipti við æfingahópa sína.